„Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 1. apríl 2024 10:04 Hugmyndir um það að Ísland geti verið hlutlaust gagnvart hernaðarátökum, einkum í okkar heimshluta, kunna ef til vill að hljóma vel í einhverjum eyrum en standast hins vegar alls enga skoðun. Hlutleysisstefna veitir þannig einfaldlega enga vörn gegn hernaðarátökum. Einkum þar sem framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysið sem hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar við þá í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng fjölmargra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur með því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það afar eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur, eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess, aftur aukizt á undanförnum árum. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið fyrir rúmum tveimur árum. Tíbetar eru enn að bíða af sér hernám Kína Viðbrögðin úr röðum þeirra sem tala fyrir hlutleysi, þegar þeir hafa verið spurðir að því hvað Íslendingar ættu að gera ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið, hafa meðal annars verið þau að segja að „Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“. Aðrir hafa sagt að við myndum einfaldlega að bíða drullusokkana af okkur eins og einn annars ágætur hernaðarandstæðingur kaus að orða það í grein sem birtist á Heimildin.is fyrir ári síðan. Hugsunin er sem sagt sú að við eigum ekki að leggja neitt af mörkum þegar kemur að vörnum Íslands og nágrannaríkja okkar en á sama tíma ætlast til þess eftir sem áður að þau komi okkur til hjálpar. Frakkar og önnur Evrópuríki sem nazistar hernámu í síðari heimsstyrjöldinni hefðu vitanlega átt að bíða þá af sér. Tíbetar hafa beðið hernám Kína af sér í rúm 70 ár sem kostað hefur rúmlega eina milljón þeirra lífið. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta talizt afar litlar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein NATO Hjörtur J. Guðmundsson Hernaður Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Hugmyndir um það að Ísland geti verið hlutlaust gagnvart hernaðarátökum, einkum í okkar heimshluta, kunna ef til vill að hljóma vel í einhverjum eyrum en standast hins vegar alls enga skoðun. Hlutleysisstefna veitir þannig einfaldlega enga vörn gegn hernaðarátökum. Einkum þar sem framkvæmd hennar er í raun alfarið háð því að stríðandi aðilar virði hlutleysið sem hefur því miður sjaldnast, ef nokkurn tímann, verið raunin. Flest ríki Evrópu lýstu yfir hlutleysi í aðdraganda síðari heimsstyrjaldarinnar. Þar á meðal öll Norðurlöndin. Hlutleysi þeirra var hins vegar í flestum tilfellum haft að engu. Þannig voru Danmörk og Noregur til að mynda hernumin af Þjóðverjum, Ísland var hernumið af Bretum og Sovétríkin réðust á Finnland og síðar Eystrasaltslöndin. Þá hernámu Þjóðverjar einnig til dæmis Holland, Belgíu og Lúxemborg. Hversu hlutlaus voru hlutlausu ríkin í raun? Fyrir utan örríkin Mónakó, Andorra, San Marínó, Liechtenstein og Vatíkanið voru einu ríkin, sem tókst að halda í hlutleysi sitt á meðan á síðari heimsstyrjöldinni stóð, Sviss, Svíþjóð, Írland, Spánn, Portúgal og Tyrkland. Í flestum tilfellum er þó deilt um það að hve miklu leyti þau hafi í raun verið hlutlaus, þá til að mynda vegna diplómatískra samskipta, viðskipta við stríðsaðilana og hernaðarlegrar aðstoðar við þá í ýmsum tilfellum. Til að mynda má nefna að stjórnvöld í Svíþjóð heimiluðu þýzkum hersveitum að fara um sænskt land, og nota til þess lestarkerfi landsins, í tengslum við hernám Þjóðverja á Noregi og hersveit spænskra sjálfboðaliða barðist við hlið þýzkra hermanna á austurvígstöðvunum við Rússa með stuðningi stjórnvalda á Spáni. Þá var ránsfeng fjölmargra þýzkra nazistaforingja komið fyrir á bankareikningum í svissneskum bönkum. Mikilvægi landfræðilegrar staðsetningar Helzta vörn ríkja eins og Svíþjóðar, Sviss og Írlands var í raun landfræðileg staðsetning þeirra. Þannig voru litlar líkur á því að Þjóðverjar reyndu að hernema Írland í ljósi staðsetningar landsins vestur af Bretlandi. Hvort sem það hefði komið til álita eða ekki. Fyrst hefði í öllu falli þurft að sigra Breta sem ekki tókst. Sviss er sem kunnugt er landlukt inni í miðri Evrópu og lítill hernaðarlegur tilgangur með því að hernema landið. Hvað Svíþjóð varðar höfðu Þjóðverjar þegar nægjanlega sterka stöðu við Eystrasaltið, eftir að hafa hernumið Danmörku, Noreg og Pólland og síðar með Finna sem samherja, og því lítil þörf á því að hernema landið. Ísland var hins vegar, líkt og til að mynda Noregur, í þveröfugri stöðu þar sem hernaðarlega mikilvæg staðsetning landsins í miðju Norður-Atlantshafinu gerði það afar eftirsóknarvert fyrir stríðsaðilana. Styrjöldin undirstrikaði skipbrot hlutleysisins Hlutleysisstefnan beið þannig í raun algert skipbrot í síðari heimsstyrjöldinni enda undirstrikaði styrjöldin þá staðreynd að hlutleysið veitti í reynd enga vörn á ófriðartímum. Fá ríki í Evrópu héldu enda í hlutleysið eftir að styrjöldinni lauk. Fyrst og fremst þau sem hafði tekizt að halda í hlutleysi sitt á meðan á henni stóð þó deilt sé eins og áður segir um það í flestum tilfellum hvort þau hafi raunverulega verið hlutlaus. Mikilvægi staðsetningar Íslands með tilliti til varnarmála jókst enn frekar með tilkomu kalda stríðsins og hefur, eftir að hafa tímabundið dregizt saman eftir lok þess, aftur aukizt á undanförnum árum. Einkum vegna vaxandi spennu á milli Vesturlanda og Rússlands í kjölfar innlimunar rússneskra stjórnvalda á Krímskaga árið 2014 og síðan stríðsins í Úkraínu sem hófst með innrás þeirra í landið fyrir rúmum tveimur árum. Tíbetar eru enn að bíða af sér hernám Kína Viðbrögðin úr röðum þeirra sem tala fyrir hlutleysi, þegar þeir hafa verið spurðir að því hvað Íslendingar ættu að gera ef til þess kæmi að ráðist yrði á landið, hafa meðal annars verið þau að segja að „Kaninn kæmi hvort sem er til bjargar“. Aðrir hafa sagt að við myndum einfaldlega að bíða drullusokkana af okkur eins og einn annars ágætur hernaðarandstæðingur kaus að orða það í grein sem birtist á Heimildin.is fyrir ári síðan. Hugsunin er sem sagt sú að við eigum ekki að leggja neitt af mörkum þegar kemur að vörnum Íslands og nágrannaríkja okkar en á sama tíma ætlast til þess eftir sem áður að þau komi okkur til hjálpar. Frakkar og önnur Evrópuríki sem nazistar hernámu í síðari heimsstyrjöldinni hefðu vitanlega átt að bíða þá af sér. Tíbetar hafa beðið hernám Kína af sér í rúm 70 ár sem kostað hefur rúmlega eina milljón þeirra lífið. Hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja Hugmyndir um að Ísland gæti verið hlutlaust og staðið utan við ný styrjaldarátök kæmi til þeirra standast þannig enga skoðun. Einkum ef átökin næðu til okkar heimshluta. Rétt eins og raunin varð í síðari heimsstyrjöldinni geta talizt afar litlar líkur á því að stríðandi aðilar myndu horfa framhjá hernaðarlega mikilvægri staðsetningu landsins. Fyrir vikið er nauðsynlegt að sjá til þess að varnir þess séu sem bezt tryggðar. Fyrir liggur að Bandaríkin verða áfram hryggjarstykkið í vörnum vestrænna ríkja enda eina ríkið í þeim hópi sem hefur í reynd burði til þess að verja bæði sig sjálf og aðra. Flest önnur vestræn ríki hafa um árabil vanrækt eigin varnir og treyst þess í stað á Bandaríkjamenn og gera enn. Þannig er ljóst að varnir Íslands verða sem fyrr bezt tryggðar með aðildinni að NATO en þó einkum varnarsamningnum við Bandaríkin. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun