Snjóbylur setur strik í stærstu skíðahelgi ársins Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 15:26 Margir ökumenn hafa lent í vandræðum í dag. Landsbjörg Víða er ófært á Norður- og Austurlandi í dag og þurftu stjórnendur Hlíðarfjalls að loka á einni stærstu skíðahelgi ársins þegar snjóbylur skall á. Þá hafa björgunarsveitir þurft að aðstoða mikinn fjölda ferðalanga. Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Hún er ekki vorleg myndin sem Vegagerðin teiknar upp af á Norðurlandi í dag en vegir um Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Ljósavatnsskarð, Þverárfjall, Dalsmynni, Vatnsskarð og Ólafsfjarðarmúla eru allir lokaðir vegna veðurs auk Siglufjarðarvegs. Svipaða sögu er að segja á Norðausturlandi og Austurlandi þar sem margir helstu vegkaflar eru ýmist lokaðir eða illfærir. Slysavarnafélagið Landsbjörg hvetur fólk til að bíða með ferðalög milli landshluta fyrir norðan í ljósi þessa. Staðan á Norðurlandi um klukkan 15 í dag. Rauði liturinn táknar vegarkafla sem eru ófærir og lokaðir fyrir almennri umferð.Vegagerðin Allir kátir þar til bylurinn skall á „Við áttum mjög flottan morgun en svo skall veðrið á eins og við bjuggust svo sem við. Við vorum að vona að þetta yrði innan marka en það var það ekki í þetta skiptið,“ segir Jónas Stefánsson, svæðisstjóri í Hlíðarfjalli í samtali við fréttastofu. Skíðasvæðinu var lokað upp úr hádegi. Mikill fjöldi hafði þá verið í fjallinu frá því að það opnaði klukkan 9 en venju samkvæmt er Akureyri og Hlíðarfjall vinsæll áfangastaður yfir páskahelgina. „Það er búin að vera hörkutraffík og allir kátir og glaðir.“ Þangað til að norðan snjóbylur mætti á svæðið og allt skyggni hvarf í skyndi. Hlíðarfjall í betra veðri.Vísir/Tryggvi „Eins og það var nú bjart og fallegt í morgun, svona er bara íslenska veðrið stundum,“ bætir Jónas við en hann er bjartsýnn á morgundaginn þar sem gert er ráð fyrir að veðrið komi til með að róast í kvöld. Plötusnúðar og tónlistarmenn hafa glatt gesti Hlíðarfjalls um helgina var Rúnar Eff mættur á svæðið til að spila einmitt um það leyti sem veðrið skall á. Starfsfólk og gestir létu það ekki á sig fá og fór viðburðurinn fram á skíðahótelinu. „Það moksnjóar hjá okkur og við fögnum bara öllum snjó sem fáum. Það verður bara örugglega hægt að skíða hérna í gourmet færi fram í lokun í lok apríl,“ segir Jónas svæðisstjóri að lokum. Safnað hefur verið í bílaraðir og ökumönnum fylgt niður af heiðum.Landsbjörg Sumir bílar keyrðir niður Björgunarsveitir í Húnavatnssýslum og Skagafirði hafa staðið í ströngu í dag við að aðstoða ferðalanga yfir og niður af Vatnsskarði og út Langadal, að sögn Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Mikil hálka er sögð efst í Bólstaðahlíðarbrekku og hafa bílar fokið þar til. Í einhverjum tilvikum hafa bílstjórar ekki treyst sér til að keyra áfram og hefur björgunarfólk keyrt suma bíla niður, að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbjörg. Bílum hefur verið safnað saman í hópakstur og þeim fylgt niður beggja vegna Vatnsskarðs. Skyggni er víða slæmt. Landsbjörg Björgunarsveitin á Dalvík aðstoðaði fyrr í dag fólk sem var á ferð um Árskógsstrandarveg. Talsverður fjöldi ökumanna var í vandræðum þar og eitthvert tjón varð á ökutækjum þegar þau rákust saman. Aðgerðum þar er nú að mestu lokið en enn er verið að fylgja ferðalöngum niður af Vatnsskarði bæði austan og vestan megin, segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Staðan á Norðausturlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin Staðan á Austurlandi um klukkan 15 í dag. Vegagerðin
Akureyri Færð á vegum Veður Skíðasvæði Páskar Tengdar fréttir Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04 Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Sjá meira
Ræður fólki frá því að ferðast á milli landshluta fyrir norðan Töluverð hætta er talin á snjóflóðum á nokkrum stöðum á landinu. Veðurfræðingur ræður fólki frá því að ferðast milli landshluta á norðanverðu landinu, þar sem viðvaranir eru í gildi. 31. mars 2024 12:04
Gular viðvaranir og versnandi akstursskilyrði Spáð er nokkuð hvassri norðan- og norðaustanátt í dag, víða 13 til 20 metrum á sekúndu og snjókomu eða él, einkum á Norður- og Austurlandi þar sem gul viðvörun verður í gildi. Þurrt að kalla sunnan heiða og bjart veður fram eftir degi, en lítilsháttar snjókoma þar í kvöld. Frost 0 til 6 stig, en frostlaust yfir daginn syðst. 31. mars 2024 08:07