„Staðráðnar í því að láta drauminn rætast“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2024 13:00 Sunna Jónsdóttir í leik með íslenska landsliðinu en íslenski stelpurnar eru í dauðafæri að tryggja sig inn á EM 2024. Vísir/Hulda Margrét Sunna Jónsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu í handbolta geta tryggt sér sæti á Evrópumótinu um næstu helgi. Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
Stelpurnar eiga fyrir höndum tvo síðustu leiki sína í undankeppni EM 2024 en með sigrum þar tryggja þær sér sæti á EM sem verður haldið í lok árs í Sviss, Austurríki og Ungverjalandi. Fyrri leikur liðsins verður í Lúxemborg miðvikudaginn 3. apríl klukkan 16:45. Síðari leikurinn, og sá síðasti í þessari undankeppni, verður að Ásvöllum sunnudaginn 7. apríl klukkan 16:00. Valur Páll Eiríksson hitti Sunnu og ræddi við hana um komandi verkefni. Stelpurnar fá langan æfingaglugga fyrir leikina. Er það ekki mikilvægt? „Jú, mjög mikilvægt. Frábært að fá auka viku. Við ætlum að nýta hana mjög vel, taka smá páskafrí og svo förum við út á mánudaginn, annan í páskum,“ sagði Sunna Jónsdóttir. Íslenska liðið mætti sterku liði Svía í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Hvað taka þær út úr því verkefni? „Það voru mjög krefjandi leikir á móti frábæru liði sem er bara á topp fimm í heiminum. Það sem við tökum út úr þeim leikjum er að sjá hvar við stöndum gagnvart liði eins og Svíarnir eru með. Hvað við eigum í land og hvað þarf að bæta til að ná því? Kannski ekki lið sem við erum að bera okkur saman við akkúrat núna,“ sagði Sunna. Klippa: Sunna: Komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum Nær Sunna að borða páskamatinn með fjölskyldunni? „Það er gott að vera komin til Reykjavíkur og ná páskalambi hjá pabba. Það er um að gera að nýta tímann með fjölskyldunni líka,“ sagði Sunna. Íslenska liðið á að vinna þessa tvo leiki og er því í dauðafæri að komast á EM. Hvernig nálgast íslensku stelpurnar það? „Við erum í góðri stöðu og erum staðráðnar í því að láta drauminn rætast sem er að tryggja okkur inn á stórmót í desember 2024. Það er búið að vera draumur og markmið í nokkur ár núna. Loksins er komið að því. Við erum mjög vel einbeitt og einbeittar að því að ná þessu markmiði því það eru miklir möguleikar á því,“ sagði Sunna. Íslenska liðið var á síðasta heimsmeistaramóti í desember og fékk þar að kynnast því að taka þátt í stórmóti. „Það var ótrúlega góð gulrót og góður bónus. Við tökum bara jákvæða hluti með okkur af HM. Núna er komið að því að sýna það að við eigum heima inn á þessum stórmótum. Við erum mjög spenntar,“ sagði Sunna.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira