Rússar flytja inn eldsneyti eftir drónaárásir Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 23:28 Útflutningsbann var sett á eldsneyti í Rússlandi í byrjun mánaðarins. EPA/MAXIM SHIPENKOV Ráðamenn í Rússlandi eru sagðir hafa flutt inn eldsneyti frá Belarús í þessum mánuði, vegna samdráttar í framleiðslu. Úkraínumenn hafa gert drónaárásir á þó nokkrar olíuvinnslustöðvar í Rússlandi á undanförnum vikum en útflutningur á eldsneyti var bannaður í upphafi mánaðarins. Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði. Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Heimildarmenn Reuters í Rússlandi segja viðræður milli ríkisstjórna landanna og forsvarsmanna olíufyrirtækja þeirra um frekari innflutning á eldsneyti eiga sér stað. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rússar flytja inn eldsneyti frá Belarús. Það gerðu þeir einnig síðasta haust og þá var einnig sett á útflutningsbann í Rússlandi. Báðar olíuvinnslur Belarús nota að mestu olíu frá Rússlandi til að framleiða eldsneyti. Fréttaveitan sagði einnig frá því í dag að rússnesk olíufyrirtæki standi frammi fyrir töfum á greiðslum fyrir olíusendingar frá bönkum í Kína, Tyrklandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Forsvarsmenn þessara banka hafi áhyggjur af refsiaðgerðum Bandaríkjamanna. Komið hefur til þess að bankarnir hafa hafnað því að framkvæma greiðslur til Rússlands eða tafið þær og beðið viðskiptavini sína um að senda skriflega staðfestingu á því að enginn sem beittur hafi verið refsiaðgerðum muni fá umrædda peninga. Von á töluverðri verðhækkun Ráðamenn í Rússlandi ákváðu nýverið að draga úr olíuframleiðslu í sumar. Rússar sögðust hafa framleitt 9,5 milljónir tunna á dag í febrúar en í lok júní á fjöldinn að vera kominn niður í níu milljónir. Greinendur J.P. Morgan telja, samkvæmt frétt Wall Street Journal, að þessi ákvörðun muni leiða til mikillar hækkunar á olíuverði, nema aðrir olíuframleiðendur grípi inn í og auki framleiðslu. Tunna af Brent olíu selst nú á um 85 dali en áðurnefndir greinendur telja að verðið gæti farið í hundrað dali í september, nokkrum mánuðum fyrir forsetakosningar í Bandaríkjunum. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gæti reynt að draga úr högginu með því að skrúfa frá krönunum á varbirgðum Bandaríkjanna. Talið er að þar sé um 60 milljóna tunna svigrúm, sem gæti fyllt upp í skarðið sem Rússar ætla að skilja eftir sig í fjóra mánuði.
Rússland Belarús Bandaríkin Bensín og olía Mest lesið 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Trendin 2026: Gervigreindin mikilvæg og laun mögulega auglýst Atvinnulíf Vikan sem vex og vex: „Magatilfinningin er jafnvel mikilvægust“ Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Neytendur eigi meira inni Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira