Grindvíkingar leggja niður yngri flokka Valur Páll Eiríksson skrifar 27. mars 2024 17:05 Knattspyrnudeild Grindavíkur sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem greint er frá því að ekki verði unnt að starfrækja starf yngri flokka hjá félaginu í ljósi stöðunnar í bænum. „Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan. Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Það er með mikilli sorg sem við þurfum að gefa það út að yngri flokka starfið okkar í 7., 6., 5., og 4. flokki karla og kvenna verður aflagt frá og með 1. maí nk.“ segir í yfirlýsingunni. Rýming Grindavíkurbæjar sökum eldgoss skýri niðurstöðuna. Frá áramótum hafi æfingasókn dalað allverulega og þá hafi félagsskiptum frá félaginu fjölgað. „Þar sem forsendur okkar breyttust mikið í janúar og fjölskyldur ekki á leið aftur til Grindavíkur í vor eins og vonir stóðu til þá eru allar forsendur til að halda þessu starfi áfram brostnar,“ „Þessi ákvörðun var mjög erfið en í raun búið að taka hana fyrir okkur með síminnkandi æfingasókn,“ segir í yfirlýsingu knattspyrnudeildar Grindavíkur. Jafnframt er tekið fram að starf 3. og 2. flokks haldi áfram og boðað hefur verið til foreldrafundar til að ræða næstu skref eftir páska. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild UMFG (@umfgfotbolti) Úr 160 í 80 á skotstundu Þorfinnur Gunnlaugsson, formaður barna- og unglingaráðs knattspyrnudeildar Grindavíkur, tjáði sig einnig um málið á Facebook-síðu yngri flokkastarfs félagsins. Hann fer þar yfir stöðu mála síðustu mánuði en aðeins níu dögum eftir eldgosið sem hófst 10. nóvember var starf komið á fullt. „19.nóvember eða rúmri viku eftir rýmingu hefjast æfingar hjá öllum yngri flokkunum okkar sem er ótrúlegt afrek og sannaði hvað Grindavík sem klúbbur er gríðalega heppinn með fólkið sem er í kringum knattspyrnuhreyfinguna hjá okkur.“ „Við náðum að halda úti starfi þar sem um 160 iðkendur voru að sækja æfingar hjá okkur og sá maður gleðina hjá börnunum okkar við það að æfa sem Grindavík og spila sem Grindavík.“ Eftir mannskætt slys í bænum og eldgos innanbæjar í janúar hafi hlutirnir aftur á móti breyst hratt. „Árið sem byrjaði með 160 iðkendum eru komnir niður í 80 og enn fækkar hratt. Félagsskipti farin að eiga sér stað og fólk farið að færa sig um lið, nær sinni búsetu og fleira. Staðan í dag er sú að búið er að taka ákvörðun í samráði við UMFG og Grindavíkurbær að í lok apríl erum við knúin til að hætta starfsemi yngri flokkana frá 4. flokk og niður,“ segir Þorfinnur. Fleira kemur fram í færslu hans sem má sjá að neðan.
Fótbolti Íslenski boltinn Grindavík UMF Grindavík Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira