Má þjóðin ráða? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 27. mars 2024 14:00 Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp. Við sjáum fréttir af því að heimili landsins eru að taka yfirdrátt í hrönnum með tilheyrandi 17% vöxtum til að ná endum saman. Seðlabankinn lækkaði ekki vexti í síðustu viku. Verðbólgan fór svo upp í nýjustu mælingu en ekki niður, eins og vonir stóðu til. Allt þetta hefur áhrif. Til hins verra. Fólk spyr mig gjarnan hvers vegna vaxtastigið þurfi alltaf að vera tvisvar til þrisvar sinnum hærra hér en í löndunum sem við berum okkur saman við? Hvers vegna verðbólgan sé hærriog vari lengur en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum? Af hverju matarkarfan sé svona dýr? Hvers vegna almennileg samkeppniþrífist ekki á Íslandi? Þrátt fyrir að laun hér á landi eru með hæsta móti, virðist dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Það blasir við að ekki er hægt að fara lengur í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Lítið hagkerfi með örmynt í bland við slaka efnahagsstjórn og sérstakt vinnumarkaðsmódel er svarið við fyrrnefndum spurningunum. Höfum í huga að ríkið greiðir nú hið minnsta 80 milljarða í vexti í stað þess að nota það fjármagn í uppbyggingu innviða. Kostnaður við krónuna er hátt í þrjúhundruð milljarðar á ári fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkisvaldið. Og svo kvörtum við yfir því að það vanti fjármagn í mörg brýn verkefni og mikilvæg! En svona er þetta – og hefur alltaf verið. Í sögulegu samhengi fáum við síðan reglulega fram á sjónarsviðið hina einu sönnu spámenn sem segjast geta lagað þetta allt án þess að hrófla við rótum vandans. Því þeirra er mátturinn. Eða þannig. Sama hversu vel meinandi þeir kunna að vera þá kemur hinn kaldi hrammur krónunnar reglulega og eyðir jafnvæginu í samfélaginu og deilir byrðunum mismunandi. Oftast eru það millitekjuhóparnir sem taka á sig mestu höggin meðan aðrir hópar eru iðulega undanskildir krónuhagkerfinu. Við fáum góð tímabil í alsælu og svo slæm tímabil sem éta allt upp. Og þannig endurtekur sagan sig, aftur og aftur. Eins og það fari dálítið eftir því hversu heppinn maður er við fæðinguhvar í hagsveiflunum viðkomandi lendir. Dýra matarkarfan fer ekki frá okkur, ekki heldur fákeppnin (þar sem frekar er gefið í af hálfu stjórnvalda heldur en hitt) og við greiðum allt að þrisvar sinnum meira fyrir heimilin okkar en aðrar þjóðir í Evrópu. Þetta er ekki sanngjarnt. Hættum að berja höfðinu við steininn. Þungur tónn þjóðarinnar Ég skynja þungan tón í þjóðinni okkar. Fólk er áhyggjufullt.Við erum að klára enn einn veturinn með tilheyrandi veðurviðvörunum og skammdegi, við erum að upplifa viðvarandi eldgosahrinu í Grindavík. Því fylgir líka mikil sorg og óvissa hjá heimamönnum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín skyndilega. Við erum í mikilli innviðaskuld í landinu okkar, heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem skyldi vegna læknaskorts og biðlista, húsnæðismálin eru á erfiðum stað, orkumálin sömuleiðis. Veruleiki menntakerfisins endurspeglast að vissu leyti í PISA og áhyggjum kennara og foreldra af skólakerfinu okkar. Við finnum líka fyrir uppgangi popúlisma og óþolinmæði gagnvart jaðarsettum hópum. Fjölbreytileikinn á undir högg að sækja. Allir þessir þættir mynda pendúl samfélagsins. Og það er stjórnvalda að vera með skýr svör – og slá tóninn. Stilla strengina og tryggja taktinn. Til skemmri og lengri tíma.Síðustu misserin hafa því miður borið með sér lítinn takt og enga stjórnfestu þegar kemur að stjórnarheimilinu. Það sjá allir landsmenn, finna og heyra. Þjóðaratkvæði fyrir árslok Í fyrsta lagi þurfum við ríkisstjórn sem virkar. Við þurfum ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og hlustar á þjóðina. Við þurfum til skemmri tíma að taka til hendinni í ríkisfjármálunum. Taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Við verðum að rétta kúrsinn. Annað er ekki í boði. Öguð hagstjórn er lykillinn. Til lengri tíma hygg ég að það sé skynsamlegt að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og sjá hvort okkur takist að landa samningi sem er góður fyrir land og þjóð. Við það á enginn í stjórnmálum að vera smeykur, hvað þá hræddur. Upptaka evru er síðan algjör lykill að því að koma í veg fyrir þessar endalausu hagsveiflur, sem hver einasta kynslóð á Íslandi þekkir af eigin raun. Svo ég tali ekki um fákeppni og dýrtíð. Við eigum ekki síst að tryggja ungu kynslóðinni tækifæri til að velja hvernig framtíð hún vilji. Hvernig við stöndum undir réttlátu og samkeppnishæfu samfélagi. Að hún fái að kjósa um það hvort halda eigi viðræðunum áfram fyrir árslok 2024. Það eru miklir hagsmunir undir. Við vitum fyrir víst að það er ákveðnir hópar og öfl sem munu gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðin ráði meiru um framtíð sína en þeir. Fyrir þau er aldrei réttur tími til að breyta frá fákeppni og krónuskatti enda umhverfi sem hentar þeim ágætlega. Viðreisn hefur þess vegna ítrekað flutt þingsályktun um að Íslendingar fái sjálfir að ákveða framhald viðræðna við ESBog setji framtíðina á dagskrá. Það er ekki erfitt skref nema fyrir fáa útvalda. Sem við vitum hverjir eru. Spurningin sem við leggjum til í þjóðaratkvæðagreiðslu er eftirfarandi: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning, sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ ❏ Já. ❏ Nei. …. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjármál heimilisins Viðreisn Eldgos og jarðhræringar Evrópusambandið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Sjá meira
Hvert sem ég fer er fólk að ræða við mig um stöðu heimilisbókhaldsins. Efnahagsástandið er farið að rífa verulega í hjá fólkinu okkar. Fólki sem hefur gert allt samkvæmt bókinni en finnur samt fyrir því að róðurinn þyngist og erfiðara er að láta reikningsdæmið ganga almennilega upp. Við sjáum fréttir af því að heimili landsins eru að taka yfirdrátt í hrönnum með tilheyrandi 17% vöxtum til að ná endum saman. Seðlabankinn lækkaði ekki vexti í síðustu viku. Verðbólgan fór svo upp í nýjustu mælingu en ekki niður, eins og vonir stóðu til. Allt þetta hefur áhrif. Til hins verra. Fólk spyr mig gjarnan hvers vegna vaxtastigið þurfi alltaf að vera tvisvar til þrisvar sinnum hærra hér en í löndunum sem við berum okkur saman við? Hvers vegna verðbólgan sé hærriog vari lengur en hjá öðrum Norðurlandaþjóðum? Af hverju matarkarfan sé svona dýr? Hvers vegna almennileg samkeppniþrífist ekki á Íslandi? Þrátt fyrir að laun hér á landi eru með hæsta móti, virðist dæmið einfaldlega ekki ganga upp. Það blasir við að ekki er hægt að fara lengur í kringum þetta eins og köttur í kringum heitan graut. Lítið hagkerfi með örmynt í bland við slaka efnahagsstjórn og sérstakt vinnumarkaðsmódel er svarið við fyrrnefndum spurningunum. Höfum í huga að ríkið greiðir nú hið minnsta 80 milljarða í vexti í stað þess að nota það fjármagn í uppbyggingu innviða. Kostnaður við krónuna er hátt í þrjúhundruð milljarðar á ári fyrir heimilin, fyrirtækin og ríkisvaldið. Og svo kvörtum við yfir því að það vanti fjármagn í mörg brýn verkefni og mikilvæg! En svona er þetta – og hefur alltaf verið. Í sögulegu samhengi fáum við síðan reglulega fram á sjónarsviðið hina einu sönnu spámenn sem segjast geta lagað þetta allt án þess að hrófla við rótum vandans. Því þeirra er mátturinn. Eða þannig. Sama hversu vel meinandi þeir kunna að vera þá kemur hinn kaldi hrammur krónunnar reglulega og eyðir jafnvæginu í samfélaginu og deilir byrðunum mismunandi. Oftast eru það millitekjuhóparnir sem taka á sig mestu höggin meðan aðrir hópar eru iðulega undanskildir krónuhagkerfinu. Við fáum góð tímabil í alsælu og svo slæm tímabil sem éta allt upp. Og þannig endurtekur sagan sig, aftur og aftur. Eins og það fari dálítið eftir því hversu heppinn maður er við fæðinguhvar í hagsveiflunum viðkomandi lendir. Dýra matarkarfan fer ekki frá okkur, ekki heldur fákeppnin (þar sem frekar er gefið í af hálfu stjórnvalda heldur en hitt) og við greiðum allt að þrisvar sinnum meira fyrir heimilin okkar en aðrar þjóðir í Evrópu. Þetta er ekki sanngjarnt. Hættum að berja höfðinu við steininn. Þungur tónn þjóðarinnar Ég skynja þungan tón í þjóðinni okkar. Fólk er áhyggjufullt.Við erum að klára enn einn veturinn með tilheyrandi veðurviðvörunum og skammdegi, við erum að upplifa viðvarandi eldgosahrinu í Grindavík. Því fylgir líka mikil sorg og óvissa hjá heimamönnum sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín skyndilega. Við erum í mikilli innviðaskuld í landinu okkar, heilbrigðiskerfið er ekki að virka sem skyldi vegna læknaskorts og biðlista, húsnæðismálin eru á erfiðum stað, orkumálin sömuleiðis. Veruleiki menntakerfisins endurspeglast að vissu leyti í PISA og áhyggjum kennara og foreldra af skólakerfinu okkar. Við finnum líka fyrir uppgangi popúlisma og óþolinmæði gagnvart jaðarsettum hópum. Fjölbreytileikinn á undir högg að sækja. Allir þessir þættir mynda pendúl samfélagsins. Og það er stjórnvalda að vera með skýr svör – og slá tóninn. Stilla strengina og tryggja taktinn. Til skemmri og lengri tíma.Síðustu misserin hafa því miður borið með sér lítinn takt og enga stjórnfestu þegar kemur að stjórnarheimilinu. Það sjá allir landsmenn, finna og heyra. Þjóðaratkvæði fyrir árslok Í fyrsta lagi þurfum við ríkisstjórn sem virkar. Við þurfum ríkisstjórn sem tekur ákvarðanir og hlustar á þjóðina. Við þurfum til skemmri tíma að taka til hendinni í ríkisfjármálunum. Taka erfiðar ákvarðanir og forgangsraða. Við verðum að rétta kúrsinn. Annað er ekki í boði. Öguð hagstjórn er lykillinn. Til lengri tíma hygg ég að það sé skynsamlegt að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið og sjá hvort okkur takist að landa samningi sem er góður fyrir land og þjóð. Við það á enginn í stjórnmálum að vera smeykur, hvað þá hræddur. Upptaka evru er síðan algjör lykill að því að koma í veg fyrir þessar endalausu hagsveiflur, sem hver einasta kynslóð á Íslandi þekkir af eigin raun. Svo ég tali ekki um fákeppni og dýrtíð. Við eigum ekki síst að tryggja ungu kynslóðinni tækifæri til að velja hvernig framtíð hún vilji. Hvernig við stöndum undir réttlátu og samkeppnishæfu samfélagi. Að hún fái að kjósa um það hvort halda eigi viðræðunum áfram fyrir árslok 2024. Það eru miklir hagsmunir undir. Við vitum fyrir víst að það er ákveðnir hópar og öfl sem munu gera allt til að koma í veg fyrir að þjóðin ráði meiru um framtíð sína en þeir. Fyrir þau er aldrei réttur tími til að breyta frá fákeppni og krónuskatti enda umhverfi sem hentar þeim ágætlega. Viðreisn hefur þess vegna ítrekað flutt þingsályktun um að Íslendingar fái sjálfir að ákveða framhald viðræðna við ESBog setji framtíðina á dagskrá. Það er ekki erfitt skref nema fyrir fáa útvalda. Sem við vitum hverjir eru. Spurningin sem við leggjum til í þjóðaratkvæðagreiðslu er eftirfarandi: „Vilt þú að Ísland taki upp þráðinn í viðræðum við Evrópusambandið með það að markmiði að gera aðildarsamning, sem borinn yrði undir þjóðina til samþykktar eða synjunar?“ ❏ Já. ❏ Nei. …. Hverju höfum við að tapa? Höfundur er formaður Viðreisnar.
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar