Skammar lögreglu fyrir að nota lego til að dylja andlit sakborninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 07:54 Lögreglan í Murrieta leitar nú nýrra leiða til að dylja andlit sakborninga í færslum á samfélagsmiðlum. AP/Lögreglan í Murrieta Lögreglan í Murrieta, í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur verið skömmuð af danska leikfangafyrirtækinu Lego. Það er fyrir að nota myndir af legohöfðum til að dulbúa sakborninga í ljósmyndum sem embættið birtir á samfélagsmiðlum. Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian. Bandaríkin Danmörk Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian.
Bandaríkin Danmörk Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira