Fundar með Bankasýslunni í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 11:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra á fund með Bankasýslu ríkisins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. „Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“ Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
„Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Síminn kaupir Motus og Pei Viðskipti innlent Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Viðskipti innlent Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Sjá meira
Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30