Ætlar ekki að tjá sig fyrir aðalfund Landsbankans Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 14:16 Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslunnar. Vísir/Vilhelm Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, ætlar ekki að tjá sig um kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi í vikunni fyrir aðalfund Landsbankans. Misræmi hefur verið í frásögn Bankasýslunnar og Landsbankans af því hvert innihald símtals milli Tryggva og formanns bankaráðs Landsbankans í desember var. Aðalfundur Landsbankans átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag, 20. mars, en var frestað um fjórar vikur að beiðni Bankasýslunnar í kjölfar þess að tilkynnt var um samþykkt Kviku banka á skuldbindandi kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar 17. mars síðastliðinn. Fundurinn fer því fram 19. apríl næstkomandi og rennur út frestur fyrir hluthafa til að tilnefna í bankaráð Landsbankans fimm dögum fyrir aðalfund, 14. apríl. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi þegar því er lokið. Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans, enda á ríkið 98,2 prósenta hlut í bankanum og fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans. Vísir/Hjalti Mikið misræmi hefur verið í frásögnum Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans á þeim samskiptum sem fóru þar á milli um kaupin á TM í aðdraganda þeirra. Báðir aðilar hafa greint frá því að 11. júlí í fyrra hafi Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans greint Bankasýslunni frá áhuga bankans á kaupum á TM í tölvupósti. Þá hafi hún upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar þann 20. júlí að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku banka vegna TM. Formlegt söluferli á TM hjá Kviku hófst 17. nóvember. Bæði bankaráð Landsbankans og Bankasýslan sammælast um það að engin samskipti um TM hafi farið fram fyrr en í fyrsta lagi í desember. Tilefni símtalsins óljóst Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, skrifaði um þau samskipti í bréfi til til fjármálaráðherra í síðustu viku; „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin.“ Helga Björk ítrekaði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hún hafi upplýst Tryggva um að óskuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram í símtalinu 20. desember. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk. Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Aðalfundur Landsbankans átti að fara fram síðastliðinn miðvikudag, 20. mars, en var frestað um fjórar vikur að beiðni Bankasýslunnar í kjölfar þess að tilkynnt var um samþykkt Kviku banka á skuldbindandi kauptilboði Landsbankans í TM tryggingar 17. mars síðastliðinn. Fundurinn fer því fram 19. apríl næstkomandi og rennur út frestur fyrir hluthafa til að tilnefna í bankaráð Landsbankans fimm dögum fyrir aðalfund, 14. apríl. Tryggvi Pálsson, formaður stjórnar Bankasýslunnar, segist í samtali við fréttastofu ekki ætla að tjá sig um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM fyrr en í fyrsta lagi þegar því er lokið. Bankasýslan skipar alla sjö bankaráðsmenn Landsbankans, enda á ríkið 98,2 prósenta hlut í bankanum og fer Bankasýslan með eignarhlut ríkisins. Bankasýslan skipar alla sjö fulltrúana sem sitja í bankaráði Landsbankans. Vísir/Hjalti Mikið misræmi hefur verið í frásögnum Bankasýslunnar og bankaráðs Landsbankans á þeim samskiptum sem fóru þar á milli um kaupin á TM í aðdraganda þeirra. Báðir aðilar hafa greint frá því að 11. júlí í fyrra hafi Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans greint Bankasýslunni frá áhuga bankans á kaupum á TM í tölvupósti. Þá hafi hún upplýst stjórnarformann og forstjóra Bankasýslunnar þann 20. júlí að ekki hafi komist á formlegar viðræður við Kviku banka vegna TM. Formlegt söluferli á TM hjá Kviku hófst 17. nóvember. Bæði bankaráð Landsbankans og Bankasýslan sammælast um það að engin samskipti um TM hafi farið fram fyrr en í fyrsta lagi í desember. Tilefni símtalsins óljóst Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar, skrifaði um þau samskipti í bréfi til til fjármálaráðherra í síðustu viku; „Formaður bankaráðs Landsbankans telur sig hafa minnst á endurvakinn áhuga Landsbankans á að taka þátt í söluferlinu. Það á að hafa komið fram í óformlegu símtali til stjórnarformanns BR vegna launauppbótar starfsmanna í desember 2023, sem þegar hafði verið ákveðin.“ Helga Björk ítrekaði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hún hafi upplýst Tryggva um að óskuldbindandi tilboð hafi verið lagt fram í símtalinu 20. desember. „Við erum með þetta allt saman skráð. Ég er með símtalið við formann stjórnar Bankasýslunnar í mínum síma. Ég hringdi í hann 20. desember til að upplýsa hann um þetta óskuldbindandi tilboð,“ sagði Helga Björk.
Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Efnahagsmál Tengdar fréttir Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48 Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30
Bankaráð Landsbankans svarar fyrir sig Bankaráð Landsbankans segir Bankasýsluna hafa frá sumrinu 2023 hafa verið vel meðvitaða um áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum og eftir atvikum kaupum á tryggingafélaginu TM. Samskiptin hafi farið fram í tölvupóstum, á fundum og símtölum. Helsta óvissan virðist vera um það sem fram kom í óformlegu símtali formanns bankaráðs og stjórnarformanns Bankasýslunnar í desember. 22. mars 2024 12:48
Vill samskipti Bankasýslunnar og ráðuneytis upp á yfirborð Fjárlaganefnd ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni um samskipti stofnunarinnar og fjármálaráðuneytisins vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingafélagi. Formaður nefndarinnar hefur efasemdir um kaupin en telur rétt að bíða eftir skýringum. 22. mars 2024 11:51