Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. mars 2024 22:33 Brettafélag Hafnarfjarðar flytur í nýja aðstöðu í apríl sem er á við bestu aðstæður meginlandsins að sögn framkvæmdastjórans. Stöð 2 Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. „Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“ Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira
„Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“
Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Sjá meira