Hægt að nota hvaða nafn sem er Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. mars 2024 13:01 Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins 5. marz við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Meginforsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Hefðbundin landamæragæzla öruggari Fyrr í þessum mánuði náðist samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um tillögur að nýjum reglum um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega sem minnzt hefur verið á í umræðunni. Reglurnar snúa hins vegar fyrst og fremst að flugi til Schengen-svæðisins og er einungis í undantekningartilfellum gert ráð fyrir því að þeim verði beitt innan svæðisins. Eftir sem áður verður almennt ekki gert ráð fyrir því að farþegaupplýsingar vegna flugferða innan Schengen-svæðisins muni hafa að geyma upplýsingar úr vegabréfum. Til þess að heimilt verði að beita reglunum innan Schengen-svæðisins mun sérstök hætta þurfa að vera á ferðum. Til að mynda hryðjuverkaógn eða í það minnsta hækkað hættustig. Hins vegar er vert að hafa í huga að nú þegar er heimilt samkvæmt fyrirkomulagi Schengen-svæðisins að grípa við slíkar aðstæður tímabundið til hefðbundins landamæraeftirlits þar sem framvísa þarf vegabréfum. Sjálft Schengen-fyrirkomulagið felur þannig í reynd í sér viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri. Fram kemur á vef Evrópusambandsins að helzti ávinningurinn af reglunum varðandi flugferðir innan Schengen-svæðisins muni felast í því að geta keyrt saman upplýsingar um einstaklinga sem koma inn á svæðið og ferðast síðan í framhaldinu innan þess. Hins vegar er almennt ekkert því til fyrirstöðu að koma löglega inn á Schengen-svæðið en ferðast svo innan þess undir öðru nafni. Til dæmis hingað til lands. Sama á við um einstaklinga frá ríkjum innan svæðisins auk þeirra fjölmörgu sem komast inn á það með ólögmætum hætti. Sækjast eftir því að koma til landsins Með öðrum orðum munu farþegalistar vegna flugferða til Íslands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins eftir sem áður duga afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í meginatriðum ólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna upplýsingunum fyrst og fremst til markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir kemur það ekki að sök í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar síðastliðinn að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem ekki væri fyrir að fara hefðbundnu landamæraeftirliti gagnvart þeim líkt og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér á landi. „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birt var í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Sníður lögreglunni afar þröngan stakk Komið hefur fram í umræðunni um landamæraöryggi hér á landi að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu meginhliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Vegna aðildarinnar að Schengen-svæðinu liggja landamæri Íslands með tillit til eftirlits í reynd meðal annars að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Tyrklandi. Vera Íslands á Schengen-svæðinu sníður hérlendum lögregluyfirvöldum einfaldlega afar þröngan stakk þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins. Það er ekki að ástæðulausu að Úlfar sagði við Morgunblaðið í janúar að helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar væru á innri landamærunum. Það er heldur ekki einskær tilviljun að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan Schengen-svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er hér gagnvart ríkjum utan þess. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur einfaldlega aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og fátt ef eitthvað til marks um það að breyting kunni að verða á í þeim efnum. Vert er að hafa í huga að bæði Bretland og Írland kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyríki er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í landamærum Íslands frá náttúrunnar hendi að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Vegna aðildar Íslands að Schengen-svæðinu er í raun hægt að koma hingað til lands undir hvaða nafni sem er þegar ferðast er til landsins frá öðrum aðildarríkjum svæðisins enda þarf í þeim tilfellum allajafna ekki að framvísa vegabréfum. Flestir koma til Íslands á heiðarlegum forsendum en vitanlega langt því frá allir. Þeir einstaklingar sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa í hyggju að fremja lögbrot eru eðli málsins samkvæmt mun líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar þegar fjárfest er í flugmiðum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins 5. marz við því hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið er til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Meginforsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir um aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Hefðbundin landamæragæzla öruggari Fyrr í þessum mánuði náðist samkomulag á vettvangi Evrópusambandsins um tillögur að nýjum reglum um söfnun og miðlun upplýsinga um flugfarþega sem minnzt hefur verið á í umræðunni. Reglurnar snúa hins vegar fyrst og fremst að flugi til Schengen-svæðisins og er einungis í undantekningartilfellum gert ráð fyrir því að þeim verði beitt innan svæðisins. Eftir sem áður verður almennt ekki gert ráð fyrir því að farþegaupplýsingar vegna flugferða innan Schengen-svæðisins muni hafa að geyma upplýsingar úr vegabréfum. Til þess að heimilt verði að beita reglunum innan Schengen-svæðisins mun sérstök hætta þurfa að vera á ferðum. Til að mynda hryðjuverkaógn eða í það minnsta hækkað hættustig. Hins vegar er vert að hafa í huga að nú þegar er heimilt samkvæmt fyrirkomulagi Schengen-svæðisins að grípa við slíkar aðstæður tímabundið til hefðbundins landamæraeftirlits þar sem framvísa þarf vegabréfum. Sjálft Schengen-fyrirkomulagið felur þannig í reynd í sér viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri. Fram kemur á vef Evrópusambandsins að helzti ávinningurinn af reglunum varðandi flugferðir innan Schengen-svæðisins muni felast í því að geta keyrt saman upplýsingar um einstaklinga sem koma inn á svæðið og ferðast síðan í framhaldinu innan þess. Hins vegar er almennt ekkert því til fyrirstöðu að koma löglega inn á Schengen-svæðið en ferðast svo innan þess undir öðru nafni. Til dæmis hingað til lands. Sama á við um einstaklinga frá ríkjum innan svæðisins auk þeirra fjölmörgu sem komast inn á það með ólögmætum hætti. Sækjast eftir því að koma til landsins Með öðrum orðum munu farþegalistar vegna flugferða til Íslands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins eftir sem áður duga afar skammt þegar löggæzla er annars vegar. Hagsmunir flugfélaga og lögreglu eru í reynd í meginatriðum ólíkir í þessum efnum. Flugfélögin safna upplýsingunum fyrst og fremst til markaðssetningar. Þó minnihluti farþega villi á sér heimildir kemur það ekki að sök í þeim efnum. Lögreglan hefur hins vegar eðli málsins samkvæmt ekki sízt áhyggjur af þeim sem kjósa að gefa upp rangar upplýsingar. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar síðastliðinn að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem ekki væri fyrir að fara hefðbundnu landamæraeftirliti gagnvart þeim líkt og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem framvísa þyrfti vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér á landi. „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birt var í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. Sníður lögreglunni afar þröngan stakk Komið hefur fram í umræðunni um landamæraöryggi hér á landi að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu meginhliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Vegna aðildarinnar að Schengen-svæðinu liggja landamæri Íslands með tillit til eftirlits í reynd meðal annars að Rússlandi, Hvíta-Rússlandi, Úkraínu og Tyrklandi. Vera Íslands á Schengen-svæðinu sníður hérlendum lögregluyfirvöldum einfaldlega afar þröngan stakk þegar kemur að landamæraeftirliti gagnvart öðrum aðildarríkjum svæðisins. Það er ekki að ástæðulausu að Úlfar sagði við Morgunblaðið í janúar að helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar væru á innri landamærunum. Það er heldur ekki einskær tilviljun að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan Schengen-svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er hér gagnvart ríkjum utan þess. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur einfaldlega aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og fátt ef eitthvað til marks um það að breyting kunni að verða á í þeim efnum. Vert er að hafa í huga að bæði Bretland og Írland kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyríki er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í landamærum Íslands frá náttúrunnar hendi að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun