Ólst upp við að spila með plastpoka og vill aftur til Íslands Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. mars 2024 20:02 Strákarnir í Ascent Soccer klæðast margir íslenskum landsliðstreyjum á æfingum í Malaví. vísir/Einar Malavíkst fótboltalið sem vann alla sína leiki á Rey Cup í fyrra vill mæta aftur til leiks í sumar. Leikmaður sem ólst upp við að spila með bolta sem hann bjó til úr plastpokum segist elska Ísland og langar að spila í ensku úrvalsdeildinni í framtíðinni Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Það er áhugavert að virða fyrir sér æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe, höfuðborg Malaví í Afríku. Á fótboltavelli sem er umkringdur pálmatrjám og framandi gróðri gengur annar hver drengur um í íslenskri landsliðstreyju og ÍR stuttbuxum. Æfingasvæði Ascent Soccer í Lilongwe höfuðborg Malaví.vísir/Einar Strákarnir fengu búningana þegar hluti liðsins kom til landsins í fyrra þar sem þeir tóku þátt í Rey Cup mótinu og unnu hvern einasta leik. Einn Íslandsfaranna er Daud sem við hittum í Malaví. „Þetta var í fyrsta sinn sem við höfum flestir farið til útlanda og síðan unnum við mótið. Allir voru svo spenntir og við vorum þvílíkt stoltir af því að vinna bikarinn,“ segir hinn fimmtán ára gamli Daud Major og ánægjan leynir sér ekki. „Mér fannst Ísland alveg frábært og það var æðislegt að fara í Fly over Iceland. Í fyrstu var ég hræddur en varð öruggari eftir því sem leið á.“ Daud Major fór til útlanda í fyrsta sinn í fyrra þegar hann kom á Rey Cup mótið og vann alla sína leiki.vísir/Einar En börnin spila ekki einungis fótbolta hjá liðinu heldur ganga einnig í skóla og markmiðið er að koma sem flestum á þann stað að þau eigi færi á frekari menntun í gegnum fótboltastyrk. Draumurinn eftir það er atvinnumennska. Tækifæri sem þetta er ekki á hverju strái en flest börnin ólust upp við gríðarlega fátækt. Það þekkir Daud af eigin raun. „Í Malaví búum við til fótbolta úr plastpokum. Þegar ég var lítill lékum við okkur með svoleiðis. Maður leggur plastið bara saman og notar síðan eld til þess að festa þá saman,“ segir Daud og lýsir því einnig að hann hafi spilað á moldarvöllum og bara þar sem var hægt að sparka í bolta. Einn á æfingunni var í íslenskri landsliðstreyju, ÍR stuttbuxum og sitt hvorum takkaskónum.vísir/Einar Stefnt er á að fara aftur með liðið á Rey Cup í sumar og þá einnig stúlknalið. Ein þeirra sem langar til Íslands er Victoria sem var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna. „Já mig langar mjög, en ég veit ekki hvort það mun ganga upp,“ segir hin fimmtán ára gamla Victoria Mkwala og bætir við að hún hafi verið ótrúlega stolt af strákunum sem fóru á Rey Cup í fyrra. Minningar frá síðasta móti hanga á æfingasvæðinu - fáni sem segir takk fyrir okkur og annar með íslenskum styrktaraðilum. Þjálfari liðsins segir verið að leita að styrktaraðilum fyrir ferðina í ár. Heldurðu að þið gætuð líka unnið mótið ef þið komið? „Já, ef þú leggur hart að þér geturðu alveg unnið,“ segir Victoria brosandi. Victoria Mkwala var í vetur valin leikmaður ársins í Malaví í flokki ungra kvenna.vísir/Einar
Fótbolti Malaví Íþróttir barna ReyCup Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira