Í góðri trú þegar hún kallaði mann nauðgara með barnagirnd Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. mars 2024 12:15 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í gær. vísir Landsréttur hefur sýknað konu af kröfum manns sem höfðaði mál á hendur henni, vegna ærumeiðandi ummæla í einkaskilaboðum og Facebook-hópi. Fallist var á að ummælin, sem sneru að því að maðurinn væri nauðgari og með barnagirnd, væru ærumeiðandi en að konan hafi verið í góðri trú. Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var. Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira
Í dómi Landsréttar kemur fram að konan hafi sent unnusu mannsins einkaskilaboð á Instagram. Kvaðst hún hafa ætlað í nokkurn tíma að hringja í unnustuna, samband hennar og stefnanda kæmi stefndu ekki við en hún teldi rétt að upplýsa unnustuna um að stefnandi væri nauðgari Eftirfarandi ummæli sendi konan á Instagram: „Mig langar samt að senda á þig til að láta þig vita að þessi maður er nauðgari. Hann hefur nauðgað manneskju sem er náin mér þegar sú manneskja var 8 ára.“ „Ég veit að hann hefur líka sótt í það að vinna í kringum börn og hefur allaveganna verið í 3 barnagæslum en verið rekinn/látinn fara af þeim öllum miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið.“ „Ég veit að ef ég væri með manni sem væri með barnagirnd eða nauðgari að þá myndi ég vilja vita af því.“ Sambærileg ummæli viðhafði hún nafnlaust á Facebook-hópnum „Stuðningur fyrir þolendur ofbeldis“ í janúar 2022. Maðurinn krafðist þess að ummælin yrðu fjarlægð og að konunni yrði gert að greiða honum miskabætur. Í dómi Landsréttar, sem staðfestur var með vísan til forsendna héraðsdóms, er fallist á að efni skilaboðanna væri tvímælalaust til þess fallið að skaða æru mannsins og ekki stæði það í vegi þess að þau hefðu verið viðhöfð í einkaskilaboðum. Aftur á móti var talið að konan væri í góðri trú, sem réttlætt getur ærumeiðandi ummæli í mati dómstóla á mörkum tjáningafrelsis og friðhelgi einkalífs. Rakið var að umræddar upplýsingar sem konan taldi sig búa yfir hafi hún byggt á frásögn bróður síns hans upplifun, sem hann staðfesti fyrir dómi. Væri því ekki talið að konan hafi verið í vondri trú um sannleiksgildi ummælanna. Þegar þessi sjónarmið væru virt í heild sinni yrði ekki talið að „nauðsyn bæri til þess í lýðræðislegu samfélagi“ að takmarka tjáningu konunnar með þeim hætti sem krafist var.
Dómsmál Tjáningarfrelsi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Sjá meira