Íslenskur ríkisborgararéttur - markmið sem ber að fagna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar 22. mars 2024 10:01 Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Árni Skjöld Magnússon Mest lesið Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Halldór 03.1.2026 Halldór Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hugmyndin um ríkisborgararétt á sér fornar rætur, nánar tiltekið í borgríkinu Aþenu í Grikklandi til forna, þar sem einstaklingar, reyndar bara frjálsir og fullveðja karlmenn, voru viðurkenndir sem borgarar með ákveðin réttindi og skyldur. Þetta var frávik frá hugmyndinni um fólk sem þegna konunga og harðstjóra og til varð fyrirmynd að kerfi sem viðurkenndi þátttöku og ábyrgð meðlima þess. Það gekk síðan í endurnýjun lífdaga í Rómarveldi þar sem ríkisborgararéttur varð að eftirsóknarverðum gæðum og síðan auðvitað í kjölfar frönsku og bandarísku byltinganna undir áhrifum upplýsingarinnar, með hugmyndinni um borgaralega sjálfsmynd (civic identity). Ríkisborgararéttur nær yfir hugmyndina um að tilheyra samfélagi, þjóð eða ríki. Það er ekki bara lagaleg staða heldur sameiginleg sjálfsmynd, skuldbinding við gildismat og virk þátttaka í málefnum samfélagsins, t.d. í kosningum. Ríkisborgararéttur táknar réttindi og skyldur sem fylgja því að tilheyra pólitískri einingu. Undanfarið hefur fjölgað mjög í hópi þeirra sem hingað flytja í leit að betra lífi og er það ánægjuefni. Við eigum, þegar við loksins setjumst niður við það verkefni að móta okkur innflytjendastefnu, að gera upptöku íslensks ríkisborgararéttar að sérstöku markmiði þeirra sem kjósa að setjast hér að, rétt eins og gert er í Kanada. Þar er frá fyrstu stund frá því einstaklingur lendir á kanadískri grund, unnið að því markvisst að viðkomandi verði - að jafnaði að fimm árum liðnum - að kanadískum ríkisborgara. Þetta ættum við að gera líka. Til þess að svo megi verða þarf það að vera aðlaðandi, sérstaklega fyrir þau sem koma hingað með vegabréf sem veita þeim nánast full réttindi hér, þ.e. aðildarlanda EES, að verða íslenskur ríkisborgari. Það á að vera hátíðleg stund, sem fólk fagnar að fá íslenskan ríkisborgararétt og við eigum að koma á fót fallegri athöfn í kringum það, þar sem fólk mætir með fjölskylduna, uppáklætt og í hátíðarskapi, í stað þess að fólk fái bara tölvupóst og tilkynningu í tölvupósti um aðgang að ísland punktur is, eða hvernig sem þetta gerist í dag. Vegferðin til íslensks ríkisborgararéttar þarf líka að vera skilgreind og þar á færni í íslensku og þekking á sögu og lýðræðisgildum þjóðar og ríkis að skipa sess. Í Kanada er það einnig mjög skýrt, því ríkisborgararéttur er ekki aðeins réttarstaða; það er sameiginleg skuldbinding við þær meginreglur sem binda okkur saman sem samfélag. Hann snýst um að þekkja réttindi okkar, virða skyldur okkar og gildi, efla tilfinningu um einingu í fjölbreytileika og stuðla að velferð og farsæld lýðveldisins Íslands. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun