Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 21:07 Höfuðstöðvar Frumherja við Hestháls. vísir/vilhelm Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira