Bandaríkin höfða mál gegn Apple vegna einokunar Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2024 16:50 Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í dag. AP/Jose Luis Magana Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn Apple. Tæknirisinn er sakaður um að beita einokunarstöðu sinni á markaði snjallsíma til að koma í veg fyrir samkeppni. Þá hafi staða fyrirtækisins verði notuð til að halda aftur af samkeppni á hugbúnaðarmarkaði og draga úr notagildi annarra síma í samkeppni við iPhone. Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn. Bandaríkin Apple Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins eru þar að auki sakaðir um að gera notendum erfitt um vik með að færa sig yfir í snjalltæki frá öðrum fyrirtækjum. Málið var höfðað fyrir alríkisdómstól í New Jersey í Bandaríkjunum í dag. Þetta er í þriðja sinn sem dómsmálaráðuneytið höfðar mál gegn Apple frá 2009. „Neytendur eiga ekki að þurfa að greiða hærra verð því fyrirtæki brjóta lögin,“ sagði Merrick Garland, dómsmálaráðherra, í yfirlýsingu. Hann segir einokun Apple á bandarískum markaði hafa þýtt hærra verð, færri valkosti og verri síma fyrir neytendur. Þar að auki hafi hún valdið skorti á nýsköpun. Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna hafa einni höfðað einokunarmál gegn Amazon, Google og Meta á undanförnum árum. Wall Street Journal segir forsvarsmenn Apple hafa heitið því að berjast af hörku gegn lögsókninni. Þeir segja lögsóknina ógna fyrirtækinu og þeim grunngildum sem aðskilji vörur Apple frá öðrum á markaði þar sem þeir segja mikla samkeppni ríkja. „Ef lögsóknin heppnast myndi hún koma niður á getu okkar til að skapa þá tækni sem fólk býst við af Apple, þar sem tækni, hugbúnaður og þjónusta mætast,“ sagði talsmaður fyrirtækisins. Hér að neðan má sjá blaðamannafund sem haldinn var í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna í dag. Apple undir þrýstingi Á undanförnum mánuðum hefur þrýstingur á Apple aukist víðsvegar um heiminn vegna viðskiptahátta þess, stýrikerfisins sem fyrirtækið notar og aðgengi að því. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sektaði fyrirtækið nýverið um 270 milljarða á grundvelli einokunar þess á sviði tónlistarstreymis. Sjá einnig: Apple sektað um 270 milljarða af ESB Forsvarsmenn Apple hafa lengi varist ásökunum um að þeir komi í veg fyrir aðgengi annarra fyrirtækja að stýrikerfi þeirra á þá vegu að takmarkað aðgengi sé lykilatriði í því að koma í veg fyrir að vírusar og svikaforrit rati þar inn.
Bandaríkin Apple Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira