Lönduðu eldsnemma í morgun þrátt fyrir eldgosið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. mars 2024 12:24 Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir gott að halda í einhvern hluta af þeim hversdagsleika sem hann þekkti fyrir jarðhræringarnar. Sturla GK landaði í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. vísir/Vilhelm Áhöfn á Sturlu GK og landverkafólk útgerðafélagsins Þorbjarnar láta eldgosið sem er í námunda við Grindavík ekki á sig fá og lönduðu í Grindavíkurhöfn eldsnemma í morgun. Framkvæmdastjóri Þorbjarnar segir baráttuvilja í sínu fólki en það sé óskandi að náttúruöflin drægju sig í hlé. Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Gasmengun berst í dag til suðurs og suðausturs, hennar gæti orðið vart á Suðausturlandi, Þorlákshöfn og jafnvel í Vestmannaeyjum. Elísabet Pálmadóttir náttúruvársérfræðingur segir virkni eldgossins stöðuga. „Það gýs ennþá úr sjö gígum og þaðan rennur hraunið i virkum taumi suður. Þannig að það er ekki mikil hreyfing á jöðrunum. Hraunið er í rauninni bara að byggja sig upp í miðjunni suður af gígunum og er að þykkna þar. Landmælingar flugu þarna yfir í gær og mældu og mælingar frá því flugi sýna að hraunið er orðið tólf, fjórtán metra hátt þar sem það er þykkast,“ segir Elísabet. Þrátt fyrir eldgos í námunda við Grindavík þá var landað í morgun. Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar, er fæddur og uppalinn í bænum. „Já, í morgun þá byrjaði löndun hjá okkur eldsnemma og svo um leið og fiskurinn var kominn upp í hús þá fórum við að fletja og flaka.“ Gunnar Tómasson er framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Þorbjarnar í Grindavík.Vísir/Sigurjón Allajafna hefur þessi tími verið sá annasamasti í Grindavík, nú í vertíðarlok. Gunnar segir að þau hjá Þorbirni hafi ekki verið í nokkrum vafa um að landa í morgun þrátt fyrir gosið. „Eins og þetta er í dag þá er þetta nú svolítið langt frá okkur. Við köllum þetta langt frá okkur þegar þetta er komið upp á Sundhnúk þannig að við teljum okkur ekki vera í neinni hættu “ En er einhver von um að lífið í Grindavík verði samt eftir náttúruhamfarirnar? „Já, ég ætla nú að leyfa mér að vona það, auðvitað er það rétt hjá þér að það er baráttuvilji í fólki og það vill halda í það sem var í Grindavík, vonandi verður það gott áfram þó það verði kannski ekki eins.“ En þangað til sé gott að gleyma sér í vinnu og einhvers konar hversdagsleika. „Það er bara mjög mikil gleði í því og það hefur náttúrulega hjálpað okkur mikið að við höfum fengið mikla hvatningu, bæði frá okkar sjómönnum og landverkafólki að halda áfram því fólki finnst gaman að vinna og gaman að hittast og það skiptir miklu máli,“ segir Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri Þorbjarnar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Sjávarútvegur Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53