Léttir að komast úr eitruðu umhverfi minnihlutans Lovísa Arnardóttir skrifar 21. mars 2024 10:59 Tilkynnt verður um starfslokasamning við Geir á bæjarstjórnarfundi á morgun. Samsett Geir Sveinsson, fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis, segir ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans, Eyþórs H. Ólafssonar, um að hann hafi ekki ráðið við verkefnið „algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili.“ Geir segir það létti að komast úr því „eitraða umhverfi“ sem minnihluti bæjarstjórnar hefur skapað. Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Þetta segir Geir í aðsendri grein á Vísi en lögð verður fram tillaga um starfslokasamning við hann á bæjarstjórnarfundi á morgun. Í grein sinni segir Geir að pólitík bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna hafi einkennt af því að „ sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi.“ Leggja fólk í einelti Geir segir það greinilegt að það hafi tekið á að eftir 16 ára samfellda meirihlutastjórn hafi fulltrúar Sjálfstæðisflokks aðeins getað brugðist við með því að leggja fólk í einelti með von um það að komast aftur til valda í næstu kosningum. „En megi ég ráðleggja bæjarbúum Hveragerðis eitthvað, þá er það að eyða ekki atkvæði sínu á D-listann með þetta fólk um borð, það er einfaldlega ekki þess virði,“ segir Geir í grein sinni. Starfslok forverans margfalt dýrari Þar ávarpar hann einnig áhyggjur minnihlutans af kostnaði vegna starfsloka hans en bendir þó á að starfslok forvera hans hafi og mun kosta bæinn margfalt meira en hans eigin. Hvað varðar starfslok hans segir Geir að þegar hann tók við hafi hans beðið mörg aðkallandi verkefni. Hann segir staðreyndin sé sú að aldrei hafi jafn mikið verið gert á jafn stuttum tíma og fer yfir þau verkefni sem hann hefur komið að og hrint í framkvæmd á þeim tíma. Meðal þeirra er til dæmis stækkun grunn- og leikskólans, verkáætlun í fráveitumálum, samningar um Árhólma, nýtt skipurit, stofnun nýs fræðslu- og velferðarsviðs og margt fleira. „Ég hefði að sjálfsögðu kosið að klára alla þá vinnu sem hafin var en ég og fulltrúar meirihlutans höfðum ólíka sýn á mitt hlutverk sem bæjarstjóra sem ráðnum framkvæmdastjóra bæjarfélagsins. Þetta skref var því það besta í stöðunni og í raun léttir að komast út úr því eitraða umhverfi sem minnihlutanum hefur tekist að skapa,“ segir Geir að lokum í grein sinni og óskar meirihlutanum og starfsfólki bæjarins velfarnaðar í starfi.
Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54 Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55 „Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37 Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Að gefnu tilefni vegna ummæla bæjarfulltrúa D-listans í Hveragerði Ummæli bæjarfulltrúa minnihlutans í Hveragerði í fjölmiðlum í gær koma lítið á óvart enda algjörlega í takt við þá kjallarapólitík sem minnihluti D lista hefur stundað á þessu kjörtímabili; að sparka í starfsfólk bæjarins, afvegaleiða alla umræðu, halda ósannindum fram gagnvart bæjarbúum, brjóta trúnað, axla ekki ábyrgð á sínum fyrri kostnaðarsömu mistökum, vinna gegn hagsmunum bæjarbúa og hafa málefnalega nákvæmlega ekkert fram að færa annað en leiðindi. 21. mars 2024 10:54
Segir fulltrúa minnihlutans vega illa að Geir Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, er ekki par sáttur við orð bæjarfulltrúa minnihlutans í bæjarstjórn um að ljóst væri að Geir Sveinsson hafi ekki ráðið við embætti bæjarstjóra. 20. mars 2024 12:55
„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. 20. mars 2024 10:37
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?