Setur 100 milljónir í að leiðrétta erlendan fréttaflutning um eldgosin Lovísa Arnardóttir skrifar 21. mars 2024 08:58 Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra segir afar áríðandi að réttar upplýsingar komi fram um stöðuna, hérlendis og erlendis. Vísir/Vilhelm og skjáskot Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála- og viðskiptaráðherra, hefur sett 100 milljónir í markaðssetningu til að svara og leiðrétta erlendan fréttaflutning um stöðuna á Íslandi í kjölfar eldsumbrotanna síðustu mánuði. Peningurinn rennur til Íslandsstofu, áhrifavalda og fleiri aðila. „Það er svo mikilvægt að réttar upplýsingar komi,“ segir Lilja Dögg og vísar til fréttar á vef BBC þar sem fyrirsögnin var á þann veg að hér á landi hefði verið lýst yfir neyðarástandi. Sem er auðvitað tilvísun í það að neyðarstig hafi verið sett á. Í öðrum fréttum síðustu daga hefur til dæmis verið talað um áhrif eldgosanna á ferðaþjónustuna og spurt hvort einhver vilji raunverulega til Íslands og vísað til rýmingar. „Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem skapar okkur mestan gjaldeyri, eða um 35 prósent,“ segir Lilja Dögg og að samhliða þessum mikilvæga iðnaði sé stöðugt flæði á gjaldeyrismarkað sem dýpki gjaldeyrismarkaðinn okkar og minnkar sveiflur. Lilja ræddi eldsumbrotin og stöðu ferðaþjónustunnar í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Við erum búin að ganga í gegnum miklar jarðhræringar á Reykjanesinu og við erum ekki búin að finna loðnuna. Fyrir 25 árum hefði gjaldmiðillinn alltaf tekið högg en núna, vegna ferðaþjónustunnar meðal annars, er hann stöðugri af því að það er stöðugt innflæði.“ Fyrirsögn á frétt á vef Wasthington Post var: Íslenskt eldfjall gýs aftur, himininn appelsínugulur og rýmingar nauðsynlegarSkjáskot/Washington Post Lilja Dögg sagði ferðaþjónustuna eina af fjórum mikilvægum stoðum samfélagsins sem tryggði þessa stöðu. Hinar þrjár væru orka og iðnaður, sjávarútvegur og skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Ísland skorar hátt Hún fór einnig yfir stöðuna hvað varðar ferðaþjónustustefnuna sem hún kynnti í fyrra og gildir til ársins 2030. Hún segir áríðandi að slík stefna sé gerð og unnin í sátt við bæði fólk og fyrirtæki. Þau kanni til dæmis hvernig fólki líði með heimsókn sína til landsins og með þjónustu þeirra fyrirtækja sem þau nýta og að meðaltali fái Ísland 82 stig af 100. Fyrirsögn við frétt á vef breska miðilsins BBC gæti verið þýtt sem: Ofsafenginn eldfjallablossi hrindir af stað neyðarástandi. Skjáskot/BBC Lilja Dögg setti samhliða útgáfu stefnunnar af stað sjö vinnuhópa sem skoða sérstaka anga hennar. Sem dæmi skoða þau nýsköpun, uppbyggingu áfangastaða, menntun í ferðaþjónustu og menningu. Síðustu vikur hefur hún farið í hringferð um landið þar sem hún hefur kynnt áherslur stefnunnar og segir að það sem alltaf standi upp úr séu samgöngur og staða þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að ofan. Milljónirnar sem Lilja hefur úthlutað renna til Íslandsstofu en ekki Ferðamálastofu eins og fyrst kom fram í fréttinni. Leiðrétt klukkan 11:02 þann 21.3.2024. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Það er svo mikilvægt að réttar upplýsingar komi,“ segir Lilja Dögg og vísar til fréttar á vef BBC þar sem fyrirsögnin var á þann veg að hér á landi hefði verið lýst yfir neyðarástandi. Sem er auðvitað tilvísun í það að neyðarstig hafi verið sett á. Í öðrum fréttum síðustu daga hefur til dæmis verið talað um áhrif eldgosanna á ferðaþjónustuna og spurt hvort einhver vilji raunverulega til Íslands og vísað til rýmingar. „Ferðaþjónustan er sú atvinnugrein sem skapar okkur mestan gjaldeyri, eða um 35 prósent,“ segir Lilja Dögg og að samhliða þessum mikilvæga iðnaði sé stöðugt flæði á gjaldeyrismarkað sem dýpki gjaldeyrismarkaðinn okkar og minnkar sveiflur. Lilja ræddi eldsumbrotin og stöðu ferðaþjónustunnar í Bítinu á Bylgjunni í dag. „Við erum búin að ganga í gegnum miklar jarðhræringar á Reykjanesinu og við erum ekki búin að finna loðnuna. Fyrir 25 árum hefði gjaldmiðillinn alltaf tekið högg en núna, vegna ferðaþjónustunnar meðal annars, er hann stöðugri af því að það er stöðugt innflæði.“ Fyrirsögn á frétt á vef Wasthington Post var: Íslenskt eldfjall gýs aftur, himininn appelsínugulur og rýmingar nauðsynlegarSkjáskot/Washington Post Lilja Dögg sagði ferðaþjónustuna eina af fjórum mikilvægum stoðum samfélagsins sem tryggði þessa stöðu. Hinar þrjár væru orka og iðnaður, sjávarútvegur og skapandi greinar og hugverkaiðnaður. Ísland skorar hátt Hún fór einnig yfir stöðuna hvað varðar ferðaþjónustustefnuna sem hún kynnti í fyrra og gildir til ársins 2030. Hún segir áríðandi að slík stefna sé gerð og unnin í sátt við bæði fólk og fyrirtæki. Þau kanni til dæmis hvernig fólki líði með heimsókn sína til landsins og með þjónustu þeirra fyrirtækja sem þau nýta og að meðaltali fái Ísland 82 stig af 100. Fyrirsögn við frétt á vef breska miðilsins BBC gæti verið þýtt sem: Ofsafenginn eldfjallablossi hrindir af stað neyðarástandi. Skjáskot/BBC Lilja Dögg setti samhliða útgáfu stefnunnar af stað sjö vinnuhópa sem skoða sérstaka anga hennar. Sem dæmi skoða þau nýsköpun, uppbyggingu áfangastaða, menntun í ferðaþjónustu og menningu. Síðustu vikur hefur hún farið í hringferð um landið þar sem hún hefur kynnt áherslur stefnunnar og segir að það sem alltaf standi upp úr séu samgöngur og staða þeirra. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að ofan. Milljónirnar sem Lilja hefur úthlutað renna til Íslandsstofu en ekki Ferðamálastofu eins og fyrst kom fram í fréttinni. Leiðrétt klukkan 11:02 þann 21.3.2024.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjölmiðlar Bítið Tengdar fréttir Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30 Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10 Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16 Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38 Mest lesið Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Viðskipti innlent Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Neytendur Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Viðskipti innlent Þegar ástríðan slokknar: Eins og hljóðlát kulnun Atvinnulíf Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Vinna hafin við nýjan Grindavíkurveg Vinna hófst í dag við að leggja veg yfir hraunið sem rann yfir Grindavíkurveg í eldgosinu sem nú stendur yfir. Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur hjá Eflu telur að vegkaflinn verði um 300 til 400 metrar á lengd. Verkið mun taka nokkra daga. 20. mars 2024 21:30
Gosið stöðugt en dregur mögulega úr landrisi við Svartsengi Veðurstofa Íslands hefur uppfært hættumat á Reykjanesi vegna eldgossins. Eldgosið er enn stöðugt en mögulega dregur úr landrisi við Svartsengi. 20. mars 2024 14:10
Vísbendingar um að gosið geti varað lengi Virkni eldgossins við Sundhnúk er enn stöðug nú þegar hátt í fjórir sólarhringar eru frá því það hófst. Jarðeðlisfræðingur segir vísbendingar um að þetta eldgos gæti orðið svipað þeim sem urðu í Fagradalsfjalli og því varað lengur. 20. mars 2024 11:16
Bein útsending: Svona er staðan á gosstöðvunum Sprungan sem gýs á milli Stóra-Skógfells og Hagafells virðist vera að þéttast í sjö til átta gíga. Lítið dró úr eldgosi í nótt. 20. mars 2024 10:38
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Breytingarnar hafi „snúið öllu á hvolf“ Viðskipti innlent