Bankarnir geti lækkað eigin vexti án aðkomu Seðlabankans Jón Ísak Ragnarsson skrifar 20. mars 2024 23:41 Forseti ASÍ bjóst við vaxtalækkun í dag. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson forseti ASÍ segir vonbrigði að Seðlabankinn hafi ákveðið að halda meginvöxtum óbreyttum. Forsendur hafi verið fyrir því að lækka vexti í dag. Markmið nýgerðra samninga standi þó enn og væntanlega verði myndarlegrar vaxtalækkunar í maí. Viðskiptabankarnir geti hins vegar lækkað sína vexti. „Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti. Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
„Verðbólgan hefur farið niður og undirliggjandi verðbólga hefur farið ennþá meira niður. Við þurftum á því að halda að lækka vextina núna,“ sagði Finnbjörn í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann kveðst þó enn ánægður með kjarasamningana sem gerðir voru til næstu fjögurra ára. Það komi vaxtaákvörðun eftir þessa í maí og þá búist hann við rausnarlegri vaxtalækkun. Finnbjörn gerir ráð fyrir að Seðlabankinn hafi horft til þess að ekki væru allir búnir að semja og að fyrirtækin ættu eftir að taka við umsömdum launahækkunum. „Það er náttúrulega bara ákall til þeirra að þau taki þetta á sig, það fari ekkert af þessu út í verðlagið, og væntanlega er Seðlabankinn að skoða það líka,“ segir Finnbjörn. Hann minnir á að ágætis gangur sé hjá bönkunum og þeir gætu vel lækkað sína vexti þrátt fyrir að meginvextir Seðlabankans haldist óbreyttir. Bankarnir eigi að sýna rausnarskap og trú á að verkefnið sé að takast. Forseti ASÍ segir marga leikendur eiga eftir að sýna spilin og hvað þeir ætli að gera. Allir verði að vera samstíga í þeirri stefnu sem tekin hafi verið til að minnka verðbólgu og lækka vexti.
Seðlabankinn ASÍ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Tengdar fréttir Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37 Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Fleiri fréttir Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Sjá meira
Uppgangur og þensla halda uppi verðbólgu og vöxtum Gríðarlegur uppgangur í íslensku atvinnulífi með tilheyrandi miklum innflutningi á vinnuafli er einn aðaldrifkraftur verðbólgunnar. Seðlabankastjóri segir algert grundvallaratriði að hægja á eftirspurninni til ná niður verðbólgu og markmiðum nýgerðra kjarasamninga um lækkun vaxta. 20. mars 2024 19:37
Líklegt að kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga Seðlabankastjóri telur líklegt að launahækkanir sem samið var um í kjarasamningum verði fleytt út í verðlag í ljósi hárra verðbólguvæntinga. Þess vegna verði erfiðara að ná fram markmiðum kjarasamninga um lægri verðbólgu. „Um leið og skrifað var undir síðustu samninga hækkaði vöruverð strax í kjölfarið.“ 20. mars 2024 12:10