Bankasýslan og Samfylkingin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2024 13:00 Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun