Bankasýslan og Samfylkingin Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 20. mars 2024 13:00 Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Kastljósþætti þann 19. mars gerði Kristrún Frostadóttir miklar athugasemdir við það að Bankasýsla ríkisins sem norræna velferðarstjórnin kom á laggirnar til að annast umsýslu og sölu þeirra eigna ríkisins í fjármálafyritækjum, væri enn starfandi. Enda hafi bankasýslan átt að ljúka störfum árið 2015, samkvæmt áætlun norrænu velferðarstjórnarinnar. Það er hins vegar ekki hægt að halda því fram, að Samfylkingin hafi á sínum tíma, þegar hún var í stjórn, verið að vinna að því takmarki að hægt væri að loka Bankasýslu ríkisins árið 2015. Til þess að það hefði verið hægt, hefði þurft að vera búið að semja við kröfuhafa föllnu bankanna, á kjörtímabili ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstri grænna 2009-2013 og hefja söluferli á að minnsta kosti einum banka sem var fangi ríkisins. Það var auðvitað ekki gert og er líftími bankasýslunnar af þeim sökum og annarra orðinn allt of langur. Þegar Bjarni Benediktsson stígur fyrst fæti inn í Fjármálaráðuneytið vorið 2013, er staðan gagnvart kröfuhöfunum sú, að eina tillagan sem liggur á borðinu í ráðuneytinu, er að hleypa kröfuhöfunum út og að íslenska ríkið tæki lán hjá Seðlabanka Evrópu til að "endurheimta" þann mikla gjaldeyri sem hyrfi út landi við það að hleypa kröfuhöfunum úr landi með eigur sínar. Hefur það plan þó væntanlega hangið á því að aðild að ESB væri á næstu grösum. Draumurinn um ESB-aðild var hins vegar löngu dauður. Hann dó árið 2011, ef ekki fyrr. Án aðildar að ESB, hefði sú leið sem norræna velferðarstjórnin skildi eftir í púkkinu, gert það að verkum að gjaldeyrishöft yrðu fest hér í sessi um ókomna framtíð og að ríkissjóður sæti enn uppi með það tjón sem varð í bankahruninu. Það sjá það því allir að Samfylkingin var búin að gefast upp á verkefninu, sem var að búa svo um hnúta, að hægt yrði að loka bankasýslunni á tilsettum tíma. En Samfylkingin fór jú með Fjármálaráðuneytið síðustu misseri norrænu velferðarstjórnarinnar. Það var hins vegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, sem tók við vorið 2013, sem tókst með elju og útstjórnarsemi að semja við kröfuhafa föllnu bankanna á afar hagfeldan hátt. Það hagfeldan að ríkissjóður fékk til baka meira en hann hafði lagt þrotabúum föllnu bankanna til og það útstreymi gjaldeyris sem orðið hefði með leið Samfylkingarnar varð að engu. Var í kjölfarið hægt að létta af gjaldeyrishöftum og greiða duglega niður skuldir ríkissjóðs og lækka þar með verulega vaxtakostnað hans og hafa í framtíðinni meira handbært fé til ýmissa málaflokka sem hin norræna velferðarstjórn hafði vanrækt og svelt með kolrangri forgangsröðun fjármuna ríkisins. Er ég þar að tala um málaflokka eins og heilbrigðismál, samgöngumál, menntamál og allt það ríkissjóður alla jafna stendur og á að standa undir. Það hefur hins vegar verið afar þungt í þeim ríkisstjórnum sem að starfað hafa hér frá 2016-17 til dagsins í dag, að hrinda af stað söluferlum á fjármálafyrirtækjum í ríkiseigu og gera þar með Bankasýslu ríkisins óþarfa. Þó hefur tekist að selja 13% hlut ríkisins í Arion banka og söluferli Íslandsbanka lýkur vonandi á næsta eða þarnæsta ári. Þá hlýtur í framtíðinni að verða tekin ákvörðum framtíð eignarhalds ríkissjóðs á Landsbankanum og hvort það verði, muni ríkið áfram eiga Landsbankann svo til allan, eins og er í dag eða selja hluta hans, áfram í gegnum Bankasýslu ríkisins eða með öðrum hætti. Hvort að Samfylkingin taki þátt í þeirri vegferð, skal ósagt látið. Enda virðist málaefnavinna og stefnumótun þess flokks og reyndar velflestra hinna stjórnarandstöðuflokkanna, liggja í því hvað eyru þeirra nema í misígrundaðri þjóðfélagsumræðu hverju sinni. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun