Dagur slær öll met í vinsældum: „Öllum sama um hvaðan hann er“ Sindri Sverrisson skrifar 20. mars 2024 08:31 Dagur Sigurðsson setur upp skemmtilegan svip, í Hannover um helgina, eftir að hafa stýrt Króötum inn á Ólympíuleikana. Getty/David Inderlied Dagur Sigurðsson hefur gjörsamlega slegið í gegn sem nýr landsliðsþjálfari Króata í „þjóðaríþrótt“ þeirra, handbolta. Bjartsýni ríkir um að hann komi liðinu aftur í allra fremstu röð. Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“ Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Þetta segir Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu, sem svaraði nokkrum spurningum Vísis varðandi komu Dags. Dagur hefur átt draumabyrjun í starfi, sem fyrsti erlendi þjálfari króatíska liðsins, og eftir þrjá sigra í Hannover um síðustu helgi (gegn Austurríki, Þýskalandi og Alsír) er liðið komið inn á Ólympíuleikana í París í sumar. Það gerir ekki annað en að auka bjartsýni Króata sem þó hafa langflestir verið afar jákvæðir varðandi Dag. Dagur táknmynd breytinga og vonar „Ég get sagt það strax að enginn þjálfari í sögu króatísks handbolta, og jafnvel íþrótta almennt hérna, hefur fengið sömu athygli og samþykki eins og Dagur Sigurðsson,“ segir Cobanov. Þar vegi þungt að Króatar séu orðnir langeygðir eftir árangri á borð við það þegar liðið var það besta í heimi, en það hefur tvisvar orðið ólympíumeistari, einu sinni heimsmeistari og unnið til fjölda fleiri verðlauna á stórmótum. Sasa Cobanov, blaðamaður Index Sport í Króatíu. Á síðustu tíu árum hafa Króatar hins vegar „aðeins“ unnið til verðlauna tvisvar á stórmótum, brons og silfur á EM, og það rímar engan veginn við væntingar þjóðarinnar. Landsliðsþjálfarar hafa því komið og farið en ekkert breyst til batnaðar. „Þess vegna er það almenn niðurstaða króatísku þjóðarinnar að þörf hafi verið fyrir erlendan þjálfara, því við höfum reynt allt og þörfin fyrir breytingar er augljós. Dagur Sigurðsson er táknmynd þessara breytinga og vonarinnar um að króatískur handbolti verði aftur eins og hann var. Sigurinn á mótinu í Hannover styrkir bara þá trú,“ segir Cobanov. Liðið í „stuðmeðferð“ frá því á EM Dagur tók við Króötum um síðustu mánaðamót og fékk aðeins örfáa daga með liðinu til að undirbúa það fyrir fyrstu leikina. „Hann náði hins vegar að setja liðið í „stuðmeðferð“ (e. shock therapy) og leikmennirnir litu mikið betur út en á EM í janúar (þar sem liðið varð í 11. sæti). Við verðum samt að bíða þar til í París með að sjá nákvæmlega hvað Dagur færir Króatíu. Hann fær þá sex vikur til undirbúnings og eftir það fáum við raunverulega mynd á þetta. Það er hins vegar mikilvægt að jákvæðnin lifi hjá stuðningsmönnum, eftir langa bið,“ segir Cobanov. „Með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni“ En er það ekki erfitt fyrir Dag að koma inn í starfið sem fyrsti erlendi landsliðsþjálfari Króata, í þjóðaríþróttinni, eins og ofangreind ummæli Nenad Kljaic báru með sér? „Nei. Dagur Sigurðsson náði frábærum úrslitum með þýska landsliðinu og sönnum stuðningsmönnum er öllum sama um hvaðan hann kemur, svo lengi sem hann sinnir sínu starfi. Vonandi gerir hann það. Hann er þegar með ótrúlegan stuðning frá króatísku þjóðinni,“ segir Cobanov. Dreymir um medalíu í París en horft til HM á heimavelli Í króatíska liðinu eru reynslumiklar og stórar stjörnur á borð við Domagoj Duvnjak og Luka Cindric, í bland við unga en öfluga leikmenn. Hvað finnst leikmönnum um Dag? „Það er erfitt að segja en eftir mótið í Hannover töluðu þeir allir um að hann hefði gert jákvæðar breytingar og að þeir kynnu að meta hann. Maður verður að treysta því,“ segir Cobanov sem vill ekki gera of mikið úr væntingunum varðandi árangur: „Auðvitað yrði það stórkostlegt að vinna medalíu í París. En það verður erfitt. Hins vegar er HM á næsta ári meðal annars haldið í Króatíu, svo að ef liðið fær ekki medalíu í París þá væri alla vega gott að sjá jákvæða þróun sem myndi auka bjartsýni fyrir 2025.“
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita