Sjúkdómsmynd vanfjármögnunar Andri Már Tómasson og Gréta Dögg Þórisdóttir skrifa 20. mars 2024 07:30 Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Í febrúar birtust fréttir þess efnis að til væri fé í ríkiskassanum til að kaupa út einkarekna háskóla hér á landi. Það er ánægjulegt að fjárhagsáhyggjur listnema skulu teknar af herðum þeirra en þó voru ekki öll ánægð með þessa tillögu. Forseti SFHR benti á að opinberir háskólar væru vanfjármagnaðir og að hann sæi ekki hver hagur stúdenta HR væri með þessum breytingum. Þar hittir hann naglann á höfuðið og undirstrikar það sem við í Röskvu höfum endurtekið í sífellu síðustu ár. Skortur fjármögnunar virðist reglan en ekki undantekningin fyrir opinbera háskóla eins og herferð Stúdentaráðs árið 2023 snerist um. Háskólinn ætti ekki að varpa vanfjármögnun sinni yfir á veski stúdenta, en skömmin liggur þó hjá stjórnvöldum sem sjá ekki sóma sinn af því að standa við gefin loforð um að efla háskólasamfélagið og fjármagna grunnstarfsemi háskóla. Afleiðingar vanfjármögnunar má sjá á skertu námsúrvali, lakari og lægri kjörum kennara og skorti á mikilvægum geðheilbrigðisúrræðum fyrir stúdenta, svo nokkur dæmi séu nefnd. Niðurstöður kannana um geðheilsu stúdenta sýna hver á eftir annarri hve slæm hún er. Nýleg rannsókn á klínískum kvíða og þunglyndi háskólanema sýnir að liðlega þriðjungur sé yfir viðmiðunarmörkum fyrir þunglyndi, en fimmtungur hvað varðar kvíða. Þegar ástand sálfræðihjálpar er eins bágborin og hún er geta úrræði eins og þau sem Háskóli Íslands býður upp á verið lífsbjörg. Í sumum tilvikum hafa þau í raun verið það. Röskva hefur knúið fram stórtækar breytingar í þessum málum á seinustu árum. Fimmtíu milljónir voru eyrnarmerktar fyrir aukin stöðugildi sálfræðinga við HÍ sem síðan urðu fjögur, eftir mikinn þrýsting frá Stúdentaráði og fulltrúum stúdenta í háskólaráði. Nú er það eyrnamerkta fé hins vegar uppurið og óvissa ríkir um þessa mikilvægu björg stúdenta. Að öllu óbreyttu verður ekki nema eitt stöðugildi, sem tveir sálfræðingar munu deila á milli sín, við HÍ í haust. Röskva leggur ekki árar í bát. Það er vor er í lofti og (rauð) sól rís hærra með hverjum deginum sem líður. Stúdentaráð er eins og stendur að gera úttekt og áætlun um hvernig það ætlar að berjast fyrir bættri geðheilsu stúdenta, m.a. með betri úrræðum innan veggja skólans ásamt bættum samfélagslegum aðstæðum stúdenta. Íslenskir stúdentar hafa t.d. hvað mestar áhyggjur af fjárhag sínum í Evrópu skv. nýjustu könnun Eurostudent. Til þess að knýja fram breytingarnar sem við viljum ná í gegn þarf samfellu í hagsmunabarráttunni á öllum stöðum. Við viljum leggja niður ólögmætt skrásetningargjald og fá endurgreiðslu á ofrukkun og við ætlum að berjast fyrir fleiri lóðum fyrir Félagsstofnun stúdenta til að byggja stúdentagarða. Við viljum taka upp hanskann þegar vegið er að hagsmunum stúdenta með ósanngjörnum og einhliða ákvörðunum innan háskólans. Þess vegna sækjumst við eftir kjöri til Háskólaráðs. Vegna hagsmunamála stúdenta sem ekki eru sett á oddinn hjá stjórnendum. Stúdentar á Íslandi gætu haft það svo mikið betra, en stjórnvöld sjá ekki hag sinn í að skila fólki vel undirbúnu út í samfélagið að loknu háskólanámi. Stúdentar við Háskóla Íslands eru fjársveltir sem og stofnunin sem þau sækja nám sitt í. Það vegur að grunngildi okkar, að jafnrétti allra til náms skuli tryggt. Það er það sem Röskva stendur fyrir og mun gera áfram með okkur í Háskólaráði. Höfundar eru á framboðslista Röskvu til háskólaráðs. Kosningar fara fram á Uglu í dag og á morgun, 20. og 21. mars. Nemendur hvers fræðasviðs kjósa sér fulltrúa í Stúdentaráð til eins árs og fulltrúa í háskólaráð til tveggja ára.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun