Courtois meiddur á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. mars 2024 20:30 Sem stendur verður að teljast gríðarlega ólíklegt að Courtois standi á milli stanganna þegar Belgía mætir til leiks á EM í sumar. Liu Lu/Getty Images Litlar líkur eru á því að Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd og belgíska landsliðsins, nái að spila leik á þessari leiktíð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur nú meiðst að nýju. Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Hinn 31 árs gamli Courtois er með bestu markvörðum heims en hann hefur staðið milli stanganna í Madríd frá því 2018. Þar áður lék hann með Genk í heimalandinu, Chelsea á Englandi og með nágrönnum Real í Atlético – á láni frá Lundúnum. Courtois er engin smásmíð en hann er sléttir tveir metrar á hæð. Hann sleit krossband í vinstra hné síðasta sumar og hefur ekki enn spilað fyrir félags- eða landslið á þessari leiktíð. Hann var byrjaður að æfa á nýjan leik þegar hann meiddist á hægra hné. Talið er að hann verði frá keppni næstu tvo mánuðina hið minnsta og því litlar sem engar líkur að hann snúi til baka áður en leiktíðinni lýkur. Þetta er ekki aðeins áfall fyrir Real heldur einnig belgíska landsliðið þar sem reiknað var með að markvörðurinn yrði klár áður en EM í Þýskalandi hæfist næsta sumar. Hann hefur spilað 102 A-landsleiki til þessa en nú virðist sem hann bæti ekki við þann fjölda á næstunni. Real Madrid announce that Thibaut Courtois has suffered an injury to his right knee during training reports suggest he could miss up to two months.He's been out since last summer after an ACL injury in his left knee.Damn pic.twitter.com/eufAOr7zUC— B/R Football (@brfootball) March 19, 2024 Eins ótrúlega og það hljómar þá hefur Real í raun ekki saknað Courtois til þessa á leiktíðinni. Madríd trónir á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar og þá er liðið komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem það mætir ríkjandi meisturum Manchester City.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Fleiri fréttir Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira