Afbrotavarnir gegn skipulögðum glæpum Karl Steinar Valsson skrifar 19. mars 2024 11:01 Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Afbrotavarnir eru eitt af mikilvægustu hlutverkum sem lögreglan gegnir. Heitið afbrotavarnir er fengið úr 1. grein lögreglulaga nr. 90/1996 þar sem hlutverk lögreglu eru skilgreind. Í b-lið segir svo [Hlutverk lögreglu er:] „að stemma stigu við afbrotum og koma í veg fyrir athafnir sem raska öryggi borgaranna og ríkisins.“ Með ákvæðinu er lögð sú skylda á lögreglu að draga úr hættunni á afbrotum og hugsanlegum skaðlegum áhrifum þeirra á einstaklinga og samfélag okkar, þar með talið ótta við afbrot, með því að grípa inn í til að hafa áhrif á margvíslegar orsakir þeirra. Til þess að sinna þessu hlutverki þarf skýra stefnumörkun stjórnvalda og lagaheimildir, þverfaglegt samstarf við lykilaðila, menntaðan mannafla, ákvarðanatöku byggða á gögnum og aðgang að tækjum og búnaði sem þörf er á hverju sinni. Hlaðborð afbrota Í skýrslum greiningardeildar ríkislögreglustjóra koma fram áhyggjur af vaxandi umfangi skipulagðrar brotastarfsemi með aukinni notkun brotahópa á stafrænni tækni. Meðal þeirra brota sem slíkir hópar geta tengst eru alvarleg ofbeldisbrot, vændi, fíkniefnabrot, fjársvik, peningaþvætti og skipulagður þjófnaður. Fíkniefnamarkaðurinn hér líkist æ meira þeim evrópska þar sem viðskipti hafa færst yfir á smáforrit og samfélagsmiðla. Daglega verður almenningur var við skipulagða net- og tölvuglæpi og hafa tilkynnt atvik til CERT-ÍS tvöfaldast frá árinu 2019. Ein alvarlegasta birtingarmynd skipulagðrar glæpastarfsemi er mansal þ.m.t. vinnumansal, kynlífsmansal, nauðungarhjónaband, þvinguð afbrot eða þvingað betl auk allra birtingarmynda þess að börnum sé smyglað yfir landamæri, þau misnotuð eða sæti þrælkun. Benda upplýsingar lögreglu til þess að einstaklingar hafi verið fluttir til Íslands með skipulögðum hætti til að sæta mansali og misneytingu. Skýrari lagaheimildir Með auknum umsvifum skipulagðra brotahópa gæti íslenskt samfélag þróast lengra í átt að því sem hefur orðið raunin í nágrannaríkjum Íslands þar sem ofbeldisfullir brotahópar hafa náð fótfestu og skapað víðtækar neikvæðar afleiðingar fyrir samfélagið í heild sinni. Frumvarp það um breytingar á lögreglulögum sem nú liggur fyrir Alþingi er til þess fallið hjálpa til að færa íslenska löggjöf varðandi afbrotavarnir nær norrænni löggjöf, fylgja eftir þróun stafrænnar tækni og gera lögreglu kleift að sinna afbrotavarnahlutverki sínu á skilvirkari og betri hátt. Höfundur er yfirlögregluþjónn öryggis- og greiningardeildar ríkislögreglustjóra.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun