Ætlar að verða betri en stóri bróðir Stefán Árni Pálsson skrifar 19. mars 2024 08:31 Arnór Viðarsson í leik með ÍBV. Handboltamaðurinn Arnór Viðarsson spilar í dönsku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Hann stefnir að því að verða betri en stóri bróðir sinn. Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu. Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira
Danska úrvalsdeildarfélagið Fredericia tilkynnti í dag um komu Eyjamannsins Arnórs Viðarssonar sem kemur til félagsins í sumar. Þjálfari liðsins er Guðmundur Guðmundsson. Arnór er 22 ára skytta sem hefur verið lykilmaður í liði ÍBV undanfarin ár og var í liðinu sem tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn síðasta vor. Arnór gerir þriggja ára samning við danska liðið, en Federica situr núna í 2.sæti deildarinnar. Símtalið frá Gumma Gumm skipti sköpum „Ég er bara mjög spenntur. Þetta er búið að vera svolítið lengi í gangi og maður er alveg búinn að fá tíma til að melta þetta. Það hefur verið draumur frá upphafi að fara út í atvinnumennskuna,“ segir Arnór í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. „Það voru fleiri lið að tala við mig að mér fannst þetta langmest spennandi af því sem var í boði.“ Arnór fékk símtal frá Guðmundi Guðmundssyni, símtal sem skipti sköpum. „Hann hringdi í mig í desember er seldi mér þetta. Þannig að það var ekki flókið. Þeir eru að spila ógeðslega vel núna og eru í toppbaráttunni og eiga möguleika á því að fara í Evrópudeildina og Meistaradeildina. Þetta er bara mjög spennandi.“ Heyrði strax í Einari Hann segir að hlutverk hans á næsta tímabili verði vonandi mikið. „Við erum tveir í minni stöðu, í vinstri skyttunni. Annar er meiri svona bombari, gamla skóla skytta og ég er meira einn og einn leikmaður, svona hnoðari og hann vill það frá mér. Það fer því eftir því hvað hentar í hverjum leik fyrir sig hvað hann notar mig mikið.“ Einar Þorsteinn Ólafsson leikur í dag með Federicia og þekkjast þeir tveir nokkuð vel. „Ég setti mig í samband við hann þegar ég heyrði fyrst í Gumma og hann bara mælti með þessu og sagði að það væri allt frábært þarna. Aðstæðurnar, liðfélagarnir og þjálfararnir.“ Elliði Snær Viðarsson landsliðsmaður í handbolta og leikmaður Gummersbach er eldri bróðir Arnórs. Sá yngri ætlar sér að verða betri en Elliði. „Ég hef alltaf sagt að ég ætlaði að verða betri en Elliði,“ segir Arnór að lokum sem stefnir alla leið í boltanum og draumurinn sé að vinna Meistaradeild Evrópu.
Danski handboltinn ÍBV Olís-deild karla Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Handbolti Fleiri fréttir Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Sjá meira