Ísraelsher ræðst aftur inn á al Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 07:14 Reykur stígur til himins frá Gasa í gærkvöldi. AP/Ariel Schalit Ísraelsher hefur ráðist inn á al-Shifa sjúkrahúsið í Gasaborg og fregnir borist af byssubardögum inni og umhverfis sjúkrahúsið. Herinn segir um að ræða hnitmiðaða aðgerð en sjúkrahúsið hafi verið notað sem stjórnstöð Hamas. Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem er undir stjórn Hamas, segir eld hafa brotist út við innganginn að sjúkrahúsinu og valdið köfnun meðal barna og kvenna. Búið sé að skera á allar samskiptaleiðir og fólk sé fast inni á bráðadeildum. Ráðuneytið segir aðgerðirnar þegar hafa valdið dauða og meiðslum og það sé engin leið til að koma fólki út, þar sem skotið sé á alla sem nálgast. Á sama tíma segir herinn að skotið hafi verið á hermenn frá byggingunni þegar þeir freistuðu þess að ráðast inn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Ísraelsher ræðst inn á al-Shifa, sem er stærsta sjúkrahús Gasa. Eftir áramót hefur herinn ítrekað gert árásir á skotmörk þar sem áður var talið að búið væri að uppræta Hamas. Daniel Hagari, talsmaður hersins, segir aðgerðirnar nú ekki krefjast þess að heilbrigðisstarfsmenn og sjúklingar séu fluttir á brott en þeim verði gert það kleift engu að síður. Fjöldi fólks sem hefur neyðst til að flýja heimili sín hefst nú við í nágrenni við sjúkrahúsið en Hagari segir að þegar herinn um kringdi svæðið hafi verið skotið á hermenn frá byggingunni. Þeir hafi skotið til baka og virst hæfa skotmörk sín. Samkvæmt vitnum og lýsingum á samfélagsmiðlum greip um sig mikil hræðsla þegar herinn mætti á staðinn í skjóli myrkurs. Loftárásir eru sagðar hafa verið gerðar á svæðið og skriðdrekar umkringt sjúkrahúsið. Ísraelsmenn hafa sakað Hamas-samtökin um að skýla sér á bakvið almenna borgara og skipuleggja bardagamenn sína frá stjórnstöðvum á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Þessu hafa Hamas-liðar neitað. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, sagði um helgina að Ísraelsmenn væru enn staðráðnir í því að ná markmiðum sínum, að tortíma Hamas, og að enn stæði til að ráðast inn í Rafah í suðurhluta Gasa. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira