„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir atvinnulíf bæjarins í startholunum að hefja starfsemi á ný. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira