Mars er mánuður árvekni um ristilkrabbamein Agnes Smáradóttir og Sigurdís Haraldsdóttir skrifa 16. mars 2024 11:01 Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Mars er mánuður sem hefur alþjóðlega verið ætlað að vekja almenning til vitundar um ristil- og endaþarmskrabbamein (hér á eftir saman nefnt ristilkrabbamein). Nýgengi ristilkrabbameins hefur tvöfaldast á síðustu 60 árum og hefur nú tekið fram úr lungnakrabbameini sem næstalgengasta tegund krabbameina á Íslandi. Árlega greinast um 200 manns með ristilkrabbamein hér á landi og um 60 manns látast árlega vegna sjúkdómsins. Nýgengi er vaxandi hjá ungu fólki af óljósum ástæðum og eru einstaklingar fæddir kringum 1980 tvisvar til fjórum sinnum líklegri til að greinast með ristilkrabbamein en foreldrar þeirra. Að einhverju leyti má rekja þetta til lífsstílstengdra þátta en vitað er að offita, kyrrseta, neysla á rauðu kjöti, áfengisneysla, reykingar, sykursýki og vestrænt fæði eru áhættuþættir fyrir ristilkrabbameini. Einstaklingar sem stunda hreyfingu, heilbrigt mataræði, litla sem enga áfengisneyslu, reykleysi og eru í heilbrigðri þyngd eru í 40% minni hættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Því er til mikils að vinna að huga að heilbrigðum lífsstíl og fylgja manneldismarkmiðum frá Landlækni. Jafnframt eru vísbendingar um að einstaklingar með hærri styrk D-vítamíns í blóði séu í lægri áhættu en ráðlagðan dagskammt má finna á síðu Landlæknis fyrir Íslendinga eftir aldri. Auk þess geta bólgusjúkdómar í ristli, fjölskyldusaga, fyrri saga um ristilkrabbamein eða ákveðna tegund ristilsepa og ákveðnar erfðabreytingar s.s. Lynch heilkenni aukið áhættuna. Einkenni ristilkrabbameins eru helst járnskortsblóðleysi, kviðverkir, breyting á hægðavenjum, blóð í hægðum og þyngdartap. Einstaklingar með fjölskyldusögu um ristilkrabbamein, sérstaklega hjá nánum blóðskyldum ættingja (foreldri, systkini, afkvæmi) eru í tvöfaldri áhættu á að þróa með sér ristilkrabbamein. Erlendar leiðbeiningar mæla með því að skimun með ristilspeglun hefjist við 40 ára aldur hjá einstaklingum með náinn ættingja með ristilkrabbamein (eða 10 árum áður en yngsta greining í fjölskyldu) og sé gerð á fimm ára fresti. Öll Norðurlöndin bjóða upp á lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini nema Ísland. Hér á landi hefur lengi verið rætt um að hefja lýðgrundaða skimun og er hún í undirbúningi sem gengur hægt. Koma mætti í veg fyrir eða snemmgreina meirihluta ristilkrabbameina ef einstaklingar færu í lýðgrundaða skimun með ristilspeglun eða leit að blóði í hægðum. Við hvetjum því til árvekni meðal almennings og lækna fyrir einkennum ristilkrabbameins og hvetjum stjórnvöld til að hefja sem fyrst lýðgrundaða skimun fyrir ristilkrabbameini svo snúa megi við þeirri þróun sem blasir við okkur í dag. Fyrir hönd krabbameinslækna, Agnes Smáradóttir, yfirlæknir krabbameinslækninga á Landspítala Sigurdís Haraldsdóttir, krabbameinslæknir og yfirlæknir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands. Heimildaskrá: Siegel et al., Colorectal Cancer Incidence Patterns in the United States, 1974–2013. JNCI 2017,67(3):177. Aleksandrova et al. Combined impact of healthy lifestyle factors on colorectal cancer: A large European cohort study. BMC Med 2014;12(1):168. Næring - ráðleggingar embættis landlæknis - https://island.is/naering-radleggingar-landlaeknis/naering-og-fullordnir-leidbeiningar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar