Glæpahópar láti ljósmynda sig og flýi land með vasa fulla af seðlum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2024 00:07 Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi. Stöð 2 Yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi segir vasaþjófnað vaxandi vandamál sem ekki hafi þekkst hér fyrir örfáum árum. Ferðamálastofa varaði á dögunum við þjófum á vinsælum ferðamannastöðum þar sem fólk hafi tapað háum fjárhæðum. Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Mörg þessara mála koma inn á borð lögregluembættisins á Suðurlandi sem nær utan um vinsæla ferðamannastaði á borð við Gullfoss, Geysi og Þingvelli. „Í flestum tilfellum er verið að að biðja einhvern um að láta taka mynd af sér og svo þegar hann er að munda sig við myndatökuna þá laumast einhver í vasana á meðan. Það er með athyglina á því að taka myndir af einhverju fólki og hefur þá ekki athyglina á vösunum sínum á meðan,“ sagði Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Fórnarlömbin séu yfirleitt erlendir ferðamenn. Sveinn segir oft um að ræða þriggja til fimm manna hópa sem vinni saman og þá erlendir aðilar sem komi til landsins fyrst og fremst í þessum tilgangi. Tekist hafi að handsama einn hóp í fyrra en þjófarnir séu mjög varir um sig og haldi sig á mottunni ef lögregla er nálæg. Hóparnir stoppi gjarnan stutt og yfirgefi svo fljótlega landið sem geri lögreglu erfitt fyrir. „Þetta er snúið mál að vinna og rannsaka.“ Sveinn segir að fólk sé ekki að glata háum fjárhæðum í hverju tilfelli en þetta safnist saman og hóparnir, sem taki mest reiðufé, hafi þokkalega upp úr þessu á heildina litið. Mikilvægt sé að upplýsa fólk um þessa hættu og hafa sjáanlega löggæslu og landverði á ferðamannastöðum sem hafi fælandi áhrif. Það gangi hins vegar illa að manna slíka viðveru lögregluþjóna vegna manneklu. „Við erum með gríðarlega stórt umdæmi og marga stóra ferðamannastaði og þó viljinn sé góður og allir séu að gera sitt besta þá höfum við ekki tök á því að vera með fólk staðsett á þessum stöðum yfir háannatímann,“ segir Sveinn.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík síðdegis Lögreglumál Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent