Frelsi og fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna Vilhjálmur Árnason skrifar 16. mars 2024 08:00 Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Kjaramál Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í síðustu viku var skrifað undir svokallaðan stöðugleikasamning á milli Samtaka atvinnulífsins og breiðfylkingar stéttarfélaga. Ríkisstjórnin og Samband íslenskra sveitarfélaga lögðu sameiginlega fram aðgerðir til að greiða fyrir gerð kjarasamninga sem gilda til næstu fjögurra ára. Ein þessara aðgerða ber sérstaklega að fagna, en það er hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði, er svo sannarlega löngu tímabær og ber henni að fagna. Hækkun hámarksgreiðsla úr Fæðingarorlofssjóði hefur það að markmiði að treysta fjárhagslegt öryggi ungbarnafjölskyldna og tryggja samvistir barna við báða foreldra. Hámarksgreiðslur verða þannig hækkaðar í þremur áföngum á næstum tveimur árum: Þann 1. apríl 2024 úr 600.000 þúsund krónum á mánuði í 700.000 kr., frá og með 1. janúar 2025 í 800.000 kr. og frá og með 1. janúar 2026 í 900.000 kr. Það er löngu orðið ljóst að núverandi þak fæðingarorlofsgreiðsla, sem ekki hefur hækkað svo árum skiptir, hefur leitt um of til tekjufalls foreldra í fæðingarorlofi. Þetta hefur einna helst bitnað á mæðrum, sem að jafnaði taka lengra fæðingarorlof en feður. Hækkun hámarksgreiðsla mun vonandi leiða til þess að feður taki stærri hluta þess 12 mánaða fæðingarorlofs sem foreldrar eiga rétt á en hingað hefur tíðkast. Í þessu samhengi er rétt að benda á að hækkun greiðsla er eflaust mun betur til þess fallin að draga úr áhrifum á launatekjur foreldra heldur en fjölgun orlofsmánaða. Í kjölfarið af þessum tímabæru breytingum er rétt að líta til þess að auka frelsi foreldra í fæðingarorlofi þannig að þeir ráði sjálfir hvernig þeir skipti orlofsmánuðum á milli sín. Foreldrar geta þá hverju sinni ráðstafað orlofi sínu eins og þeir telja sér og barni sínu fyrir bestu, án þess að hið opinbera skipti sér af. Höfundur er alþingismaður og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar