Hafa haft áhyggjur af starfsemi Base Parking í mörg ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 15. mars 2024 20:33 Guðbjörg segir mjög langt síðan ábendingar vegna Base Parking fóru að berast verkalýðsfélagi Keflavíkur. Vísir/Bjarni Formaður verkalýðsfélags Keflavíkur og nágrennis segir áhyggjur hafa verið uppi um starfsemi bílastæðaþjónustunnar Base Parking á Keflavíkurflugvelli í fjöldamörg ár. Grunur er um að brotið sé á réttindum starfsmanna og að þeir fái greitt undir borðið. Fjölmargir viðskiptavinir lýsa slæmri reynslu sinni af viðskiptum við fyrirtækið. „Við höfum verið að fá inn mál vegna þessa fyrirtækis svo lengi sem ég man eftir. Ég hef unnið hérna síðan 2015 og þetta hefur verið í gangi allavega síðan þá,” segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um fyrirtækið Base Parking. „Við höfum fengið mikið af kvörtunum frá félagsmönnum, bæði vegna vangreiddra launa, skattur hefur ekki verið að skila sér, félags-og lífeyrissjóðsgjöld hafa ekki verið að skila sér. Eftirlitið hefur farið á staðinn og aðbúnaði starfsmanna er verulega ábótavant. Það er ekki starfsmannaaðstaða og starfsmenn hafa ekki almenninlegan stað til að nærast og fara á klósett.” Guðbjörg segir starfsmannahóp fyrirtækisins mestmegnis samanstanda af ungu fólki og útlendingum sem þekki mögulega ekki réttindi sín. „Okkur hefur borist það til eyrna og höfum séð bankayfirlit hjá fólki, að laun eru ekki að stemma við launaseðla. Eins hefur fólk talað um að það hafi fengið greitt í peningum. Þannig maður hefur áhyggjur af því að það sé verið að greiða undir borð þarna, og það er kannski ekki fólk sem við fáum ábendingar um, svo maður hefur áhyggjur af þessum hóp.” Bílastæði Base Parking í Reykjanesbæ. Vísir/Bjarni Þá segist Guðbjörg ekki vita til þess að lögregla hafi haft afskipti af starfsemi Base Parking en það kæmi henni þó ekki á óvart ef svo væri. Sprungin dekk og slæmar aðstæður EFtir að frétt birtist á Vísi í gær þar sem tveir menn lýstu óánægju sinni með viðskipti við fyrirtækið hafa fréttastofu borist tugir ábendinga frá viðskiptavinum með svipaða reynslu. Fjölmargir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um slæma reynslu af viðskiptum við Base Parking, auk þess sem fréttastofu hefur borist holskefla af ábendingum í kjölfar fréttaflutnings. Vísir/Hjalti Margir hverjir lýsa því að starfsmaður hafi ekki verið á svæðinu með bílinn þegar þeir lenda og að erfiðlega hafi gengið að ná í einhvern á vegum fyrirtækisins. Nokkrir hafa greint frá því að tugir eða jafnvel hundrað kílómetrar hafi bæst á akstursmæli bíla sem voru í geymslu hjá fyrirtækinu eða að þeir hafi orðið fyrir skemmdum. Fréttastofa leit í dag við á bílaplaninu þar sem bílarnir í umsjá Base Parking eru geymdir, en þar er óheft aðgengi fyrir hvern sem er, engin lýsing, öryggisgæsla né aðstaða fyrir starfsfólk. Bílum var lagt út í móa og víða mátti sjá skemmdir á bílum og sprungin dekk. Týndu bæði bílnum og lyklunum Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 var rætt við einn þeirra sem ber fyrirtækinu ekki vel söguna. Víðir Björnsson kom fyrir skemmstu heim úr ferðalagi frá Japan og hafði nýtt sér þjónustu Base Parking á meðan. Þegar hann lenti var enginn starfsmaður fyrirtækisins sjáanlegur og bíllinn hvergi nærri. Víðir Björnsson er einn þeirra sem hafa ekki góða reynslu af viðskiptum við Base Parking bílastæðaþjónustuna. Vísir/Bjarni „Þeir eru með vaktsímanúmer þar sem á að vera hægt að ná í þá allan sólarhringinn, ég held ég hafi hringt yfir tuttugu sinnum í það númer enþað svaraði aldrei neinn. Það var ekki fyrr en ég hef samband við eigandann á Facebook og segi að ég sé búinn að tilkynna bílinn stolinn að ég fæ einhver svör,“ segir Víðir. Eftir um þriggja klukkustunda bið fékk Víðir þær upplýsingar að bíllinn væri týndur og þurfti hann því að koma sér heim sjálfur. Skömmu síðar fékk hann þær upplýsingar að bíllinn væri fundinn, en lyklarnir fyndust hvergi. Þeir komu þó í leitirnar og bíllinn skilaði sér á endanum, með hálfétnum kebab bát í aftursætinu. Það besta var samt þegar starfsmaðurinn sem var að koma með bílinn hringdi í mig og sagðist vera á leiðinni, spurði hvort ég gæti skutlað honum til baka í Keflavík. Fréttastofa hefur síðasta sólarhringinn gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við eiganda Base Parking, Ómar Hjaltason. Hann svaraði skriflegri fyrirspurn seinnipartinn, þar sem hann sagði meiriháttar vandamál geta komið upp tvisvar til þrisvar sinnum á ári, en það væri mjög lítið hlutfall af viðskiptavinum fyrirtækisins. Hann viðurkenndi að tjón hafi orðið á bílum viðskiptavina en mikið væri lagt upp úr því að aðstoða þá við úrlausn sinna mála. „Það hafa komið upp tjón á bílum viðskiptavina. Við leggjum mikið upp úr því að ef viðskiptavinur lendir í tjóni að hann fái hraða og fagmannlega aðstoð við úrlausn sinna mála. Tjón eru afar sjaldgæf en starfsmenn gæta fyllsta öryggis við akstur á bílunum,“ sagði Ómar Hjaltason, eigandi Base Parking í skriflegu svari til fréttastofu.Vísir/Bjarni Nánar verður fjallað um Base Parking á Vísi í fyrramálið auk þess sem svörum Ómars verða gerð nánari skil. Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Ferðalög Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira
„Við höfum verið að fá inn mál vegna þessa fyrirtækis svo lengi sem ég man eftir. Ég hef unnið hérna síðan 2015 og þetta hefur verið í gangi allavega síðan þá,” segir Guðbjörg Kristmundsdóttir, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis um fyrirtækið Base Parking. „Við höfum fengið mikið af kvörtunum frá félagsmönnum, bæði vegna vangreiddra launa, skattur hefur ekki verið að skila sér, félags-og lífeyrissjóðsgjöld hafa ekki verið að skila sér. Eftirlitið hefur farið á staðinn og aðbúnaði starfsmanna er verulega ábótavant. Það er ekki starfsmannaaðstaða og starfsmenn hafa ekki almenninlegan stað til að nærast og fara á klósett.” Guðbjörg segir starfsmannahóp fyrirtækisins mestmegnis samanstanda af ungu fólki og útlendingum sem þekki mögulega ekki réttindi sín. „Okkur hefur borist það til eyrna og höfum séð bankayfirlit hjá fólki, að laun eru ekki að stemma við launaseðla. Eins hefur fólk talað um að það hafi fengið greitt í peningum. Þannig maður hefur áhyggjur af því að það sé verið að greiða undir borð þarna, og það er kannski ekki fólk sem við fáum ábendingar um, svo maður hefur áhyggjur af þessum hóp.” Bílastæði Base Parking í Reykjanesbæ. Vísir/Bjarni Þá segist Guðbjörg ekki vita til þess að lögregla hafi haft afskipti af starfsemi Base Parking en það kæmi henni þó ekki á óvart ef svo væri. Sprungin dekk og slæmar aðstæður EFtir að frétt birtist á Vísi í gær þar sem tveir menn lýstu óánægju sinni með viðskipti við fyrirtækið hafa fréttastofu borist tugir ábendinga frá viðskiptavinum með svipaða reynslu. Fjölmargir hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum um slæma reynslu af viðskiptum við Base Parking, auk þess sem fréttastofu hefur borist holskefla af ábendingum í kjölfar fréttaflutnings. Vísir/Hjalti Margir hverjir lýsa því að starfsmaður hafi ekki verið á svæðinu með bílinn þegar þeir lenda og að erfiðlega hafi gengið að ná í einhvern á vegum fyrirtækisins. Nokkrir hafa greint frá því að tugir eða jafnvel hundrað kílómetrar hafi bæst á akstursmæli bíla sem voru í geymslu hjá fyrirtækinu eða að þeir hafi orðið fyrir skemmdum. Fréttastofa leit í dag við á bílaplaninu þar sem bílarnir í umsjá Base Parking eru geymdir, en þar er óheft aðgengi fyrir hvern sem er, engin lýsing, öryggisgæsla né aðstaða fyrir starfsfólk. Bílum var lagt út í móa og víða mátti sjá skemmdir á bílum og sprungin dekk. Týndu bæði bílnum og lyklunum Í kvöldfréttatíma Stöðvar 2 var rætt við einn þeirra sem ber fyrirtækinu ekki vel söguna. Víðir Björnsson kom fyrir skemmstu heim úr ferðalagi frá Japan og hafði nýtt sér þjónustu Base Parking á meðan. Þegar hann lenti var enginn starfsmaður fyrirtækisins sjáanlegur og bíllinn hvergi nærri. Víðir Björnsson er einn þeirra sem hafa ekki góða reynslu af viðskiptum við Base Parking bílastæðaþjónustuna. Vísir/Bjarni „Þeir eru með vaktsímanúmer þar sem á að vera hægt að ná í þá allan sólarhringinn, ég held ég hafi hringt yfir tuttugu sinnum í það númer enþað svaraði aldrei neinn. Það var ekki fyrr en ég hef samband við eigandann á Facebook og segi að ég sé búinn að tilkynna bílinn stolinn að ég fæ einhver svör,“ segir Víðir. Eftir um þriggja klukkustunda bið fékk Víðir þær upplýsingar að bíllinn væri týndur og þurfti hann því að koma sér heim sjálfur. Skömmu síðar fékk hann þær upplýsingar að bíllinn væri fundinn, en lyklarnir fyndust hvergi. Þeir komu þó í leitirnar og bíllinn skilaði sér á endanum, með hálfétnum kebab bát í aftursætinu. Það besta var samt þegar starfsmaðurinn sem var að koma með bílinn hringdi í mig og sagðist vera á leiðinni, spurði hvort ég gæti skutlað honum til baka í Keflavík. Fréttastofa hefur síðasta sólarhringinn gert ítrekaðar tilraunir til að ná sambandi við eiganda Base Parking, Ómar Hjaltason. Hann svaraði skriflegri fyrirspurn seinnipartinn, þar sem hann sagði meiriháttar vandamál geta komið upp tvisvar til þrisvar sinnum á ári, en það væri mjög lítið hlutfall af viðskiptavinum fyrirtækisins. Hann viðurkenndi að tjón hafi orðið á bílum viðskiptavina en mikið væri lagt upp úr því að aðstoða þá við úrlausn sinna mála. „Það hafa komið upp tjón á bílum viðskiptavina. Við leggjum mikið upp úr því að ef viðskiptavinur lendir í tjóni að hann fái hraða og fagmannlega aðstoð við úrlausn sinna mála. Tjón eru afar sjaldgæf en starfsmenn gæta fyllsta öryggis við akstur á bílunum,“ sagði Ómar Hjaltason, eigandi Base Parking í skriflegu svari til fréttastofu.Vísir/Bjarni Nánar verður fjallað um Base Parking á Vísi í fyrramálið auk þess sem svörum Ómars verða gerð nánari skil.
Bílastæði Keflavíkurflugvöllur Neytendur Ferðalög Bílar Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Sjá meira