Stöðvum áform um misnotkun íslenskunnar! Eiríkur Rögnvaldsson skrifar 15. mars 2024 10:00 Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eiríkur Rögnvaldsson Leigubílar Íslensk tunga Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Aðalfyrirsögnin á forsíðu Morgunblaðsins í dag er „Íslenska verði skilyrði leigubílaleyfis“. Í fréttinni segir: „Áform eru uppi á Alþingi um framlagningu frumvarps til breytinga á lögum um leigubifreiðaakstur þar sem próf í íslensku verði gert að skilyrði fyrir því að menn geti aflað sér réttinda til aksturs leigubíla. Það er Birgir Þórarinsson alþingismaður Sjálfstæðisflokksins sem hefur forgöngu í málinu. Ástæðan er ófremdarástand í þessum málaflokki […].“ Þetta er vont. Ég hef vissulega talað fyrir því að við getum notað íslensku alltaf og alls staðar á Íslandi, en ég hef jafnframt lagt áherslu á að kröfur um íslenskukunnáttu verða að vera málefnalegar og það má ekki fyrir nokkra muni nota slíkar kröfur til að mismuna fólki á ómálefnalegan hátt. Ég hef undanfarið beðið í angist eftir því að eitthvað af þessu tagi myndi gerast – að íslenskan yrði notuð opinberlega og á óskammfeilinn hátt sem vopn í þeirri útlendingaandúð sem hér er miskunnarlaust alið á þessa dagana. Fólk í margvíslegum þjónustustörfum, svo sem í verslunum og á veitingastöðum, starfsfólk á hjúkrunarheimilum o.fl., á mun meiri og mikilvægari málleg samskipti við fólk en leigubílstjórar. En engin tillaga er gerð um íslenskukunnáttu þessa fólks, sem sýnir glögglega að hvatinn að þessari áformuðu tillögu er ekki vilji til að efla íslenskuna og styrkja stöðu hennar í landinu heldur er hún innlegg í þá ófrægingarherferð gegn fólki af erlendum uppruna sem nú er í gangi og hefur síðustu daga helst beinst gegn leigubílstjórum. Hvert skyldi nú vera það „ófremdarástand“ sem vísað er til? Það kemur fram síðar í fréttinni: „Eftir að Morgunblaðið hóf umfjöllun um þessi mál hafa fjölmargir haft samband við blaðið og kvartað yfir samskiptum við erlenda leigubílstjóra. Hafa þær lotið að því að margir hverjir rati ekki um svæðin sem þeir aka um, [og] gjaldtaka hafi verið óheyrileg […].“ Mér er fyrirmunað að sjá hvernig ratvísi leigubílstjóra myndi aukast og fégræðgi minnka bara ef þeir kynnu íslensku. Þarna er augljóslega verið að nota íslenskukunnáttu sem yfirvarp til að bægja innflytjendum frá starfinu. Betra væri að koma bara hreint fram og segja að umsækjendur yrðu að heita íslensku nafni, vera hvítir á hörund, og geta rakið ættir sínar til Jóns biskups Arasonar. Í frétt Morgunblaðsins segir: „Birgir kveðst vonast eftir samstöðu þingmanna stjórnarflokkanna í málinu og hefur m.a. rætt það við forsætisráðherra sem hann segir að hafi tekið vel í hugmyndir þessa efnis.“ Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að þingmenn, hvort sem er í stjórn eða stjórnarandstöðu, taki undir þessa tillögu. Og ég trúi því allra síst að forsætisráðherra geri það – til þess er hún alltof skynsöm og víðsýn. Þetta er skelfileg tillaga því að hún miðar að því að nota íslenskuna til að kljúfa þjóðina í okkur og hin og eyðileggja þar með möguleika tungumálsins á að vera burðarás samfélagsins sem ég held og vona að sé stefna stjórnvalda. Sameinumst um að hafna þessari tillögu og því hugarfari sem býr að baki henni. Höfundur er uppgjafaprófessor í íslensku og málfarslegur aðgerðasinni.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun