Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Tottenham Hotspur er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Alex Pantling/Getty Images Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. „Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira
„Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Vill að Arsenal neiti að standa í heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Sjá meira
Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49
Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47
Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55