„Algjörlega mælt gegn því að borða hrátt kjöt“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. mars 2024 22:48 Steinar B. Aðalbjörnsson næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt þó dæmi séu um fólk sem fann ekki fyrir neinum áhrifum. Getty/aðsend Næringarfræðingur mælir eindregið gegn því að fólk borði hrátt kjöt vegna örvera sem meltingarflóra mannsins á erfitt með að meðhöndla. Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar. Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Á undanförnum misserum hefur borið mikið á alls konar nýstárlegum og óvísindalegum kenningum um mat og næringu. Næringarfræðingar segja mikið bera á mýtum um mat, upplýsingaóreiðu vera ráðandi í umræðunni og hafa þeir varað fólk við að hugsa sig um áður en það dreifi órökstuddum upplýsingum. Ívar Orri Ómarsson kom í Reykjavík síðdegis á þriðjudag og sagði frá fjórum vikum þar sem hann borðaði bara hráfæði, þar á meðal hráa ávexti, grænmeti, kjöt og fisk. Eftir áskoranir frá fylgjendum endaði hann á að borða hráan kjúkling. Næringarfræðingurinn Steinar B. Aðalbjörnsson ræddi við stjórnendur Reykjavíkur síðdegis um skaðsemi þess að borða hrátt kjöt og af hverju maður á ekki að gera það. Örverur í hráu kjöti fari illa í menn Hvað segja fræðin okkur um það að borða hráan mat eins og hrátt kjöt? „Svarið er einfalt, við mælum eindregið gegn því að fólk borði hráar kjötvörur,“ sagði Steinar. Af hverju? Hver er hættan við það? „Það eru örverur þarna sem eru náttúrulega í vöðvum eða hafa orðið fyrir smiti í ferlinu. Þetta eru bakteríur sem meltingarflóran er ekkert sérstaklega góð í að meðhöndla,“ sagði hann. Á þetta við um íslenskt kjöt líka? „Þetta á við allt kjöt. Það eru mismunandi örverur í mismunandi kjöti. Þið nefnduð kjúkling sem er talið að geti valdið okkur hvað mestum skaða og veikindum, salmonellan. En þetta á við um allt hrátt kjöt,“ segir hann. Salmonellusýking getur verið lífshættuleg ef hún kemst í blóðið.Getty Eru þessar örverur í öllu kjöti eða er þetta happdrætti? „Þær eru í öllu kjöti en ef maður til dæmis kaupir ggóða nautasteik sem hefur verið látin meyrnast og hanga vel og svo er skorið utan af henni þá á ekki að vera neitt af örverum í vöðvanum sjálfum. Ef við erum að tala um vörur sem hafa verið töluvert unnar þá er þetta bara ekki nógu stór og þykkur vöðvi til þess að maður geti verið öruggur um að það sé ekkert inni í honum,“ segir Steinar. „Þess vegna er alltaf mælt með því að elda. Það eru mismunandi eldunarstig fyrir mismunandi tegundir af kjöti. Kjúklingurinn er með það hæsta en það má komast af með minna til dæmis í nautakjöt eða lambakjöti,“ segir hann. Yfirgnæfandi meiri ávinningur af því að elda kjöt en ella Margir halda því fram að þú missir gæði og næringarefni við að elda matinn. Er það ekki rétt? „Það fer bara eftir því hversu mikill hiti er notaður og hversu lengi hann er brúkaður. Þú ert að minnka líkur á örverum og ekki að fá sjúkdóma en þá er möguleiki að þú hitir matinn þannig að örlítið af næringarefnunum tapast en það er yfirleitt ekki nema til dæmis ef við tökum grænmeti ofan í pott, sjóðum og látum malla lengi þá er alltaf hætta á að það fari úr grænmetinu yfir í vatnið. „Almennt séð er ávinningurinn að elda matinn yfirgnæfandi bara út af örverufræðilegu sjónarhorni,“ segir hann. Hvað með fiskinn? Nú borðar maður stundum fisk í sushi-i? „Fiskur er dálítið annars eðlis, vinnslan á honum er öðruvísi og þetta er öðruvísi matreiðsla. Þessar örverur sem við þekkjum úr kjúklingi eru ekki í fiski. Yfirleitt er það annars konar óværa sem kemur með fiskinum og er þá sjúkdómur í honum. Þó ég sé ekki að mæla með því að borða hráan fisk þá á fiskurinn sem er notaður í sushi að vera í lagi ef þetta er meðhöndlað almennilega,“ segir Steinar.
Matur Heilsa Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Blóðsykurshræðsla stýri umræðu um mat Aðjúnkt í næringarfræði segir margar mýtur um mat á sveimi. Blóðsykurshræðsla hafi stýrt umræðunni undanfarið og áhrifavaldar græði á því með sölu óþarfa blóðsykursmæla. Sérstaklega sé mikið af mýtum tengdum lágkolvetnabylgjunni sem ríði yfir og fólk boði þar einfaldar óvísindalegar lausnir. 26. febrúar 2024 15:13
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent