Kensington í sama flokki og Íran og Norður-Kórea hjá AFP Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 19:33 Myndin birtist í fjölmiðlum um allan heim en hefur nú verið afturkölluð af myndaveitum eftir að í ljós kom að henni hefur verið breytt. Vilhjálmur Bretaprins Ein stærsta fréttaveita heims, AFP, segist ekki lengur treysta Kensington höll, hirð Vilhjálms og Katrínar af Wales eftir að í ljós kom að átt hafði verið við ljósmynd af Katrínu sem birtist á mæðradag. Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“ Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta segir Phil Chetwynd, fréttastjóri AFP, í samtali við útvarpsþáttinn Media Show á BBC 4. Nú er hirð hjónanna ekki lengur flokkuð sem „trusted source“ og verða því allar ljósmyndir sem koma úr þeirra herbúðum í framtíðinni skoðaðar ítarlega áður en þær eru birtar hjá fréttaveitunni. Chetwynd segir myndbirtinguna hafa skapað mikið vesen fyrir fréttaveituna. Hún hefði, að hans sögn, aldrei átt að birta myndina þar sem myndin var í trássi við ritstjórnarreglur. Katrín hefur beðist afsökunar á „ruglingnum“ sem myndin olli og sagðist í yfirlýsingu hafa átt við myndina sjálf, eins og margir áhugaljósmyndarar. Kensington höll, hirð Katrínar og Vilhjálms, hefur ekki bætt neinu við yfirlýsingu Katrínar en neitað að birta upprunalegu myndina, sem Vilhjálmur er sagður hafa tekið á þessu ári. Myndin birtist í fjölmiðlum út um allan heim á sunnudag. Myndin var afturkölluð af myundaveitum eftir að í ljós kom að átt hafði verið við hana og gáfu út svokallað „kill notice“ skömmu eftir að hún fór í dreifingu. Chetwynd segir að tilkynning hafi verið send öllum innan AFP um að Kensington væri ekki hægt að treysta lengur og að skoða þurfi vel allar myndir sem sendar eru inn til veitunnar. Það sé þá nokkuð óalgengt að gefin sé út svokölluð „kill notice“. „Að drepa eitthvað vegna þess að átt hefur verið við það er mjög óalgengt. Við gerum það kannski einu sinni á ári, sjaldnar vona ég. Þau skipti sem það hefur verið gert er vegna mynda sem borist hafa frá ríkisútvarpi Norður-Kóreu eða ríkisútvarpi Íran.“
Kóngafólk Bretland Fjölmiðlar Ljósmyndun Tengdar fréttir Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55 Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34 Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndaveitur afturkalla myndina af Katrínu og börnunum Myndaveitur hafa gefið út svokallaða „kill notice“ vegna fyrstu myndarinnar sem breska konungsfjölskyldan birti af Katrínu prinsessu af Wales og börnum hennar eftir að ljóst varð að átt hefur verið við myndina. 11. mars 2024 06:55
Fyrsta opinbera myndin af prinsessunni eftir aðgerðina Kensingtonhöll birti í dag fyrstu opinberu mynd af Katrínu, prinsessu af Wales, síðan hún fór undir hnífinn í janúar. 10. mars 2024 13:34
Hvar er Katrín?: Konunglegt klúður og forsetafabúleringar Fólk út um allan heim veltir því nú fyrir sér hvað hefur drifið á daga Katrínar prinsessu af Wales og á litla Íslandi virðast menn bíða eftir því að nafna hennar Jakobsdóttir stígi undan feldi og tilkynni af eða á um forsetaframboð. 14. mars 2024 11:58