Óboðinn gestur færir sig upp á skaftið á Nesinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2024 12:03 Minkurinn virðist horfa í kringum sig eins og versti þjófur. Mögulega er markmiðið að komast í hænsnabú á meðan vinnandi fólk er að heiman. Myndin er tekin við Bakkavör. Sólveig Þórhallsdóttir Íbúar á Seltjarnarnesinu hafa um árabil haft áhyggjur af mink enda kríuvarpið á Gróttu eitt einkennistákn bæjarins. Það vakti því athygli þegar sást til minks skokkandi á milli húsa í bænum í morgun. „Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á. Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
„Hann fer í fuglana, fer í varpið. Hann eyðilagði það í fyrravor og aðeins örfáar kríur sem náðu flugi. Það er ferlegt að fá hann á Nesið.“ Þetta segir Sólveig Þórhallsdóttir, hjúkrunarfræðingur og íbúi á Nesinu, í samtali við Vísi. Hún var á göngu í morgun og varð vör við hreyfingu. Ekki var það köttur og því síður lítill hvolpur, þó mikið sé af á Nesinu. Minkur var á ferð og fylgdi Sólveig honum eftir vopnuð myndavél. Hún útskýrir fyrir blaðamanni að minnkurinn virðist lifa góðu lífi í fjörunni úti á Nesi þó hann sjáist sjaldan í grennd við einbýlishúsin. Mögulega sé fátt um fína drætti í fjörunni hvað snertir næringu og því sé hann farinn að taka meiri áhættu. Meðvitaður eða ekki um óvinsældir sínar á Nesinu. Minkurinn gjöreyðilagði kríuvarpið á Nesinu 2022 svo ekkert varð úr. Varpið hafði litið vel út framan af vori en úr varð lítið sem ekkert. Minknum var kennt um og skyttu nokkuri gefið skotleyfi frá Umhverfisstofnun til að fækka í minkahópnum. Úr varð að varpið í fyrra var aftur blómlegt. Óðum styttist í komu kríunnar til landsins. Hún lætur yfirleitt sjá sig öðru hvoru megin við mánaðamótin apríl maí. Fjölmargir landsmenn blóta kríunni, þessum hvíta og svarta fugli sem gaggar í hausa ef hún telur sér og sínum ógnað. Krían er hins vegar elskuð á Nesinu. „Krían er yndislegt. Hún tilheyrir Nesinu. Við viljum hafa hana og að hún fái að vera í friði,“ segir Sólveig. Hún segist vona að íbúar sem haldi hænur séu á varðbergi nú þegar minkurinn sé farinn að nánast banka upp á.
Dýr Fuglar Seltjarnarnes Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira