Innlent

Ekið með björgunar­þyrlu til Akur­eyrar

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Þyrlan mun verða til sýnis á Flugsafni Íslands á Akureyri.
Þyrlan mun verða til sýnis á Flugsafni Íslands á Akureyri. Vísir/Vilhelm

Fyrsta stóra björgunarþyrla Íslendinga TF-LIF verður í dag flutt úr flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli á Flugsafn Íslands á Akureyri. Lagt var af stað með þyrluna frá flugskýlinu á tólfta tímanum en búist er við að ferðin taki sex tíma. 

Flutningarnir vekja væntanlega athygli margra vegfarenda en þyrlan er sextán metra löng og fjögurra metra há.

Þyrlan var nýtt í björgunarstarf hér á landi í tuttugu og fimm ár en hún kom til landsins 1995. Koma þyrlunnar til landsins markaði tímamót og var hún notuð í mörgum erfiðum verkefnum.

Öldungaráð Landhelgisgæslunnar hafði frumkvæðið að því að þyrlan yrði varðveitt og flutt á safn. 

Festa þurfti þyrluna áður en hægt var að halda af stað. Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×