Sársaknar sérhannaðrar úlpu: „Þetta er bara listaverkið mitt“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. mars 2024 21:00 Úlpan er meðal annars kyrfilega merkt Andra, ber eftirnafnið hans Unnarsson. Andri Hrafn Gunnarsson, fatahönnuður sem búsettur er í Danmörku, sársaknar sérhannaðrar úlpu sem er hans eigin hönnun. Úlpan hvarf eftir að Andri lagði hana frá sér um stund á Kaffibarnum í miðbæ Reykjavíkur. „Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“ Tíska og hönnun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
„Ég rétt leit af henni til að dansa, eins og maður gerir,“ segir Andri í samtali við Vísi. Hann birti færslu um úlpuna á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem hann segist vona að einhver hafi tekið úlpuna í misgripum. Andri er einn af öflugustu fatahönnuðum landsins. Undanfarin ár hefur hann meðal annars komið að búningahönnun Eurovision hóps Íslands þegar Hatari keppti árið 2019. Síðast tók hann þátt í að hanna búninga fyrir atriði Bashar Murad í Söngvakeppninni. Rætt var við Andra í Júrógarðinum, sérstökum Eurovision þætti Vísis, úti í Ísrael árið 2019. Gæti ekki hannað úlpuna aftur „Ég gerði úlpuna í mastersnáminu mínu fyrir einhverjum árum síðan,“ segir Andri. Hann nam fatahönnun úti í Kaupmannahöfn. Hönnun úlpunnar hafi verið hluti af áfanga þar sem áhersla hafi verið lögð á að gera færri hluti á lengri tíma. Það fer ekki á milli mála að úlpan er sérhönnuð. „Það tók mig alveg sirkabát mánuð að gera bara úlpuna. Þetta var mikil smáatriðavinna í henni sem ég hef í dag ekki tæki eða tól í. Þarna eru vélar sem maður þarf að hafa aðgang að, sem hinn almennari borgari hefur yfirleitt ekki.“ Ljóst sé því að úlpuna geti hann ekki gert aftur. Fyrir utan aðbúnaðinn sjálfan væri auk þess erfitt að finna þann mikla tíma aftur sem þarf í gerð úlpunnar, nú þegar Andri er ekki lengur nemandi. „Þetta er bara listaverkið mitt. Þetta er mitt handverk, mitt hugvit og mínir draumórar. Ég er svo sem ekkert bjartsýnn á að hún rati aftur til mín, ef ég á að vera alveg hreinskilinn en maður verður að reyna allt.“
Tíska og hönnun Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Lífið Fleiri fréttir Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira