Tíska og hönnun

Ríg­hélt í sígarettuna niður tískupallinn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lily Allen hefur sjaldan skinið skærar.
Lily Allen hefur sjaldan skinið skærar. Dave Benett/Getty Images

Breska tónlistarkonan Lily Allen er mögulega að eiga rosalegustu endurkomu tónlistarsögunnar og hefur frægðarsól hennar sjaldan skinið skærar. Hún gaf út eina umdeildustu plötu ársins, seldi upp á fjölda tónleika og gekk í gærkvöldi tískupallinn fyrir hátískuhúsið 16Arlington við mikinn fögnuð.

Allen á að baki sér marga öfluga smelli á borð við Smile, 22 og The Fear. Það hafði lítið farið fyrir henni undanfarin ár þegar hún allt í einu gaf svo út plötuna West End Girl með litlum fyrirvara í haust.

Á plötunni syngur hún um hjónaband sitt við leikarann David Harbour og segir frá því hvernig hann hálf partinn þvingaði hana í opið samband, laug að henni og sveik hana sem endaði svo með skilnaði. 

Það hlýtur bara að hjálpa ástarsorginni örlítið hve vel gengur hjá henni núna og virðist hún vekja lukku hvert sem hún fer. 

Hún naut sín vel á tískupallinum í gær í svörtum ofurpæju kjól og sleppti að sjálfsögðu ekki takinu á sígarettunni frekar en fyrri daginn. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.