„Vopnin eru til þess að nota þau“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2024 13:52 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Gavriil Grigorov Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ítrekaði enn eina ferðina í morgun að Rússar væru tilbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Notkun slíkra vopna kæmi til greina ef öryggi Rússlands eða fullveldi væri ógnað. Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum árum og er það liður í áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 og frá því ýmis Vesturlönd byrjuðu að senda vopn og hergögn til Úkraínu, hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna. Í flestum tilfellum hefur hann sett það í samhengi við að mögulega ógn gegn öryggi Rússlands eða ef rússnesku landsvæði væri ógnað. Sjá einnig: Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna Í viðtali sem birt var af ríkisrekinni sjónvarpsstöð í Rússlandi í morgun var Pútín spurður hvort hann hefði íhugað að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann svaraði á þá leið að ekki hefði verið tilefni til þess og taldi hann ólíklegt að til þess kæmi. Hann tók þó fram í viðtalinu að kjarnorkuvopn væru til þess að nota þau. Pútín sagði þó að þegar kæmi að ráðamönnum á Vesturlöndum sem teldu að þeir ættu ekki að hafa neinar „rauðar línur“ gagnvart Rússlandi, þyrftu þeir að átta sig á því að Rússar hefðu engar rauðar línur gagnvart þeim heldur. Deila um rauðar línur Komið hefur til deilna milli ráðamanna á Vesturlöndum þar sem einhverjir, eins og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháen, hafa kvartað yfir því að bakhjarlar Úkraínu setji sér sjálfum rauðar línur af ótta við möguleg viðbrögð Rússa. Meðal annars voru þeir að vísa til þess að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur útilokað að senda Taurus-eldflaugar til Úkraínu. Macron sagði nýverið að bakhjarlar Úkraínu ættu ekki að keppast við að útiloka það að senda vopn eða jafnvel hermenn til Úkraínu. Allir kostir ættu að vera á borðinu. Í kjölfar þess gaf Pútín í síðustu viku enn og aftur í skyn að kjarnorkuvopnum yrði beitt. Þegar kom að notkun kjarnorkuvopna sagði Pútín í raun ekkert nýtt. Það vekur þó athygli í hvert sinn sem hann ræðir kjarnorkuvopn. Það má að hluta til rekja til þess að Pútín hefur lýst yfir innlimun á fjórum héruðum Úkraínu, auk Krímskaga, sem Rússar stjórna ekki að fullu og barist er um. Vangaveltur hafa sífellt verið uppi um að hvað myndi gerast ef Úkraínumönnum myndi vaxa ásmegin í átökunum gegn Rússum og reka Rússa á brott frá þessum héruðum og jafnvel Krímskaga. Um er að ræða héruðin Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Viðræður „fáránlegar“ Í viðtalinu tók Pútín fram að hann hefði lítinn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínumenn. Mögulegar viðræður yrðu að byggja á raunverulegri stöðu mála en ekki „þráhyggju í kjölfar fíkniefnaneyslu“. Pútín endurtók þær fullyrðingar sínar um að friðarsamkomulag hefði legið fyrir eftir viðræður í Tyrklandi árið 2022 en að Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hefði komið í veg fyrir samþykkt þeirra. Sjá einnig: Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Ráðamenn í Úkraínu og í Bretlandi segja þetta kolrangt. Úkraínumenn segja viðræðunum hafa verið ætlað að vinna inn tíma og síðan hafi ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu, eins og fjöldamorðin í Bucha, litið dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Forsetinn tók fram að það að hefja viðræður á þessum tímapunkti, þar sem Úkraínumenn eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, væri „fáránlegt“. Asked about peace talks with Ukraine, Putin indicated he won't discuss surrendering territory annexed from Ukraine and appeared confident Russia s army could advance further. Holding negotiations now only because they are running out of ammunition is absurd for us. pic.twitter.com/wuIX5JOA7E— max seddon (@maxseddon) March 13, 2024 Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Pútín og málpípur hans hafa ítrekað hótað notkun kjarnorkuvopna á undanförnum árum og er það liður í áróðursherferð Rússa til að grafa undan hernaðaraðstoð handa Úkraínumönnum. Frá því innrás Rússa í Úkraínu hófst í febrúar 2022 og frá því ýmis Vesturlönd byrjuðu að senda vopn og hergögn til Úkraínu, hefur Pútín margsinnis rætt um notkun kjarnorkuvopna. Í flestum tilfellum hefur hann sett það í samhengi við að mögulega ógn gegn öryggi Rússlands eða ef rússnesku landsvæði væri ógnað. Sjá einnig: Lýgur því að Rússar hafi aldrei hótað notkun kjarnorkuvopna Í viðtali sem birt var af ríkisrekinni sjónvarpsstöð í Rússlandi í morgun var Pútín spurður hvort hann hefði íhugað að beita kjarnorkuvopnum í Úkraínu. Hann svaraði á þá leið að ekki hefði verið tilefni til þess og taldi hann ólíklegt að til þess kæmi. Hann tók þó fram í viðtalinu að kjarnorkuvopn væru til þess að nota þau. Pútín sagði þó að þegar kæmi að ráðamönnum á Vesturlöndum sem teldu að þeir ættu ekki að hafa neinar „rauðar línur“ gagnvart Rússlandi, þyrftu þeir að átta sig á því að Rússar hefðu engar rauðar línur gagnvart þeim heldur. Deila um rauðar línur Komið hefur til deilna milli ráðamanna á Vesturlöndum þar sem einhverjir, eins og Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Gabrielius Landsbergis, utanríkisráðherra Litháen, hafa kvartað yfir því að bakhjarlar Úkraínu setji sér sjálfum rauðar línur af ótta við möguleg viðbrögð Rússa. Meðal annars voru þeir að vísa til þess að Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, hefur útilokað að senda Taurus-eldflaugar til Úkraínu. Macron sagði nýverið að bakhjarlar Úkraínu ættu ekki að keppast við að útiloka það að senda vopn eða jafnvel hermenn til Úkraínu. Allir kostir ættu að vera á borðinu. Í kjölfar þess gaf Pútín í síðustu viku enn og aftur í skyn að kjarnorkuvopnum yrði beitt. Þegar kom að notkun kjarnorkuvopna sagði Pútín í raun ekkert nýtt. Það vekur þó athygli í hvert sinn sem hann ræðir kjarnorkuvopn. Það má að hluta til rekja til þess að Pútín hefur lýst yfir innlimun á fjórum héruðum Úkraínu, auk Krímskaga, sem Rússar stjórna ekki að fullu og barist er um. Vangaveltur hafa sífellt verið uppi um að hvað myndi gerast ef Úkraínumönnum myndi vaxa ásmegin í átökunum gegn Rússum og reka Rússa á brott frá þessum héruðum og jafnvel Krímskaga. Um er að ræða héruðin Lúhansk, Dónetsk, Saporisjía og Kherson. Viðræður „fáránlegar“ Í viðtalinu tók Pútín fram að hann hefði lítinn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínumenn. Mögulegar viðræður yrðu að byggja á raunverulegri stöðu mála en ekki „þráhyggju í kjölfar fíkniefnaneyslu“. Pútín endurtók þær fullyrðingar sínar um að friðarsamkomulag hefði legið fyrir eftir viðræður í Tyrklandi árið 2022 en að Boris Johnson, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, hefði komið í veg fyrir samþykkt þeirra. Sjá einnig: Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Ráðamenn í Úkraínu og í Bretlandi segja þetta kolrangt. Úkraínumenn segja viðræðunum hafa verið ætlað að vinna inn tíma og síðan hafi ódæði rússneskra hermanna á hernumdum svæðum í Úkraínu, eins og fjöldamorðin í Bucha, litið dagsins ljós. Sjá einnig: Viðræðurnar snerust um uppgjöf, ekki frið Forsetinn tók fram að það að hefja viðræður á þessum tímapunkti, þar sem Úkraínumenn eiga við skort á skotfærum fyrir stórskotalið að etja, væri „fáránlegt“. Asked about peace talks with Ukraine, Putin indicated he won't discuss surrendering territory annexed from Ukraine and appeared confident Russia s army could advance further. Holding negotiations now only because they are running out of ammunition is absurd for us. pic.twitter.com/wuIX5JOA7E— max seddon (@maxseddon) March 13, 2024
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Vladimír Pútín Hernaður Tengdar fréttir Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50 Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42 Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Sjá meira
Senda fleiri eldflaugar og fallbyssur til Úkraínu Yfirvöld í Bandaríkjunum eru sögð ætla að tilkynna í dag nýjan fjögur hundruð milljóna dala pakka af hernaðaraðstoð til Úkraínu. Þetta yrði fyrsti pakkinn af þessu tagi frá Bandaríkjunum í nokkra mánuði en fjárveitingar til hernaðaraðstoðar situr fastur í bandaríska þinginu. 12. mars 2024 16:50
Gerðu árásir í átta héruðum Rússlands Úkraínumenn gerðu umfangsmiklar drónaárásir í að minnsta kosti átta héruðum Rússlands í nótt. Í einu tilfelli var gerð árás á olíuvinnslustöð í um 775 kílómetra fjarlægð frá landamærum Úkraínu. Þá hafa rússneskir menn sem berjast með Úkraínu gert aðra atlögu inn í Belgórodhérað og Kúrskhérað í Rússlandi. 12. mars 2024 10:42
Svíþjóð formlega gengin í NATO Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. 7. mars 2024 16:10
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Úkraínumenn í slæmri stöðu eftir tveggja ára átök Eftir tveggja ára stríðsrekstur hefur Rússum vaxið ásmegin í átökunum í Úkraínu. Þeir hafa sótt fram í austurhluta landsins og eru byrjaðir á umfangsmiklum árásum í suðri. Ólíklegt er þó að þeir hafi burði til að leggja umfangsmikil landsvæði undir sig, að svo stöddu. 24. febrúar 2024 08:01