Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald? Katla Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 08:31 Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun