„Ég er bara skíthrædd hérna“ Bjarki Sigurðsson skrifar 12. mars 2024 19:19 Myndir úr húsinu sem Sigurbjörg býr í. Vísir/Rúnar Öryrki óttast um líf sitt þar sem hún segir leigusala ekki standa við loforð um framkvæmdir svo húsnæðið sem hún býr í geti verið mannsæmandi. Hún segir ástandið versna með hverjum deginum. Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Örfáum metrum frá Ráðhúsi Hafnarfjarðar býr Sigurbjörg Hlöðversdóttir, 62 ára öryrki. Hún hefur leigt þar níutíu fermetra íbúð síðan í desember á síðasta ári og borgar 200 þúsund krónur fyrir það mánaðarlega. Klippa: Óttast um líf sitt í leiguhúsnæði Geri ekki neitt sem hann segist ætla að gera Þegar hún flutti inn segir hún leigusalann hafa lofað að gera ýmsar úrbætur á húsnæðinu svo hægt væri að búa þar. Fjórum mánuðum síðar hefur ekkert gerst. Víða má sjá rafmagnsvíra standa út í loft, sag má finna á ýmsum stöðum og í svefnherberginu vantar hluta af gólfinu. Það vantar fjalir á gólfið í svefnherberginu.Vísir/Rúnar „Hann ætlaði að gera allar endurbætur. Gólfin áttu fyrst og fremst að vera tilbúin áður en ég kom inn. Eldhúsið átti að vera tilbúið í desember og svo koll af kolli,“ segir Sigurbjörg. „Það er varla hægt að fara í sturtu og það er lífshætta hér út af rafmagni og þetta er ekki nógu gott.“ Lítið er af hlífum í kringum innstungur í húsinu.Vísir/Rúnar Leigusalinn hóti henni Glerið í glugganum í svefnherberginu passar ekki og því rignir og snjóar þangað inn. Hvorki er búið að festa vaskinn í eldhúsinu, né í baðherberginu. Baðherbergið lítur reyndar meira út eins og ruslakompa og þarf Sigurbjörg að sitja til að baða sig. Hún segir leigusalann ekki standa við nein loforð og að hann hóti henni reglulega. Það vantar nokkra sentimetra upp á að glerið passi.Vísir/Rúnar „Hann segist ætla að koma, kemur ekki. Svo segist hann koma eftir hádegi en kemur klukkan átta á kvöldin þegar ég er farin að sofa. Hann er búinn að fremja hér þrjú húsbrot. Kemur eftir að ég er farin að sofa eða þegar ég er að leggja mig. Ég hef orðið vitni að því í tvígang. Það stendur ekki steinn yfir steini hvorki ritað mál né orð,“ segir Sigurbjörg. Sigurbjörg Hlöðversdóttir býr í húsnæðinu.Vísir/Rúnar Skíthrædd í húsinu Hennar versti ótti er að það kvikni í húsinu. „Ég er bara í rúst. Ég er bara skíthrædd hérna. Ég er skíthrædd. Þetta er ömurlegt að geta ekki vaskað upp, þvegið þvott, farið í sturtu. Ég er svo stressuð að ég er fara að grenja núna,“ Svona lítur baðherbergið út.Vísir/Rúnar Komin með nóg Ástandið versni með hverjum deginum og þegar fréttamaður rölti í gegnum húsið virtist allt vera við það að hrynja. „Ég sofna alveg en svo um leið og ég vakna. Þá hugsa ég „Ómægad hvað er næst.“ Hann er búinn að senda mér alls konar hótanir á Facebook og í tölvupósti. Ég er bara tuðari og vitleysingur og kelling. Það sé eitthvað að mér. Þetta er orðið gott sko,“ segir Sigurbjörg. Illa frágenginn rafmagnsvír.Vísir/Rúnar Sag er um allar trissur í húsinu.Vísir/Rúnar Snúrumálin eru leyst með hnútum.Vísir/Rúnar Vaskurinn er ekki festur við borðið, sem er í raun hurð sem búið er að saga gat í.Vísir/Rúnar
Leigumarkaður Hafnarfjörður Húsnæðismál Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira