Framlínufólkið hjá Icelandair Andrea Rut Pálsdóttir skrifar 12. mars 2024 14:01 Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Icelandair Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við sem störfum í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair erum fjölbreyttur hópur. Við komum frá ólíkum löndum, tölum mörg tungumál og búum við mismunandi fjölskylduaðstæður. Mörg okkar búa á Suðurnesjum, en hluti okkar á höfuðborgarsvæðinu, eins og á við um mig sem núna þarf að búa mér nýtt heimili fjarri húsinu mínu í Grindavík. En við eigum líka margt sameiginlegt. Öll höfum við valið að starfa í framlínu Icelandair og okkur þykir vænt um starfið okkar og farþegana sem við þjónum. Við deilum vinnuumhverfi og starfskjörum og núna í vikunni þurfum við, langflest í fyrsta sinn, að taka afstöðu til þess hvort við séum tilbúin til að leggja niður störf til að knýja á um kjarabætur og breytingu á okkar vinnuskipulagi. Vinnutími með hléum Kjör okkar eru ákvörðuð samkvæmt sérkjarasamningi VR og SA sem nær eingöngu til okkar starfa, en tekur breytingum samhliða aðalkjarasamningi. Við vinnum eftir lágmarkstöxtum og í áratugi hefur vinna þessa hóps verið skipulögð yfir vetrartímann með vinnudegi sem er ekki samfelldur. Um helmingur okkar vinnur fulla vinnu, ásamt yfirvinnu, á vöktum allan ársins hring. Hinn helmingurinn er færður í 76% starfshlutfall yfir vetrarmánuðina og er þá látinn vinna tvisvar sinnum fjórar klukkustundir, en með fjögurra klukkustunda hléi á milli. Fyrir flest af mínu samstarfsfólki býður þessi fjögurra tíma eyða ekki upp á neitt annað en aukinn kostnað við ferðir til og frá vinnu og tímasóun. Þetta er eini hópurinn á Keflavíkurflugvelli sem vinnur eftir þessu skipulagi. Og við viljum ná fram breytingum á þessu. Við höfum lengi reynt að ná eyrum okkar stjórnenda Icelandair varðandi vinnufyrirkomulag og kjör. Viðbrögðin hafa ekki verið mikil og okkur finnst skorta á að stjórnendur sýni störfum okkar virðingu og séu tilbúnir að mæta sjálfsögðum óskum okkar um vinnuskipulag og kjör sem virka fyrir venjulegt fólk. Þess vegna höfum við óskað eftir liðsinni okkar stéttarfélags, VR, við að sækja okkar kröfur. Við erum framlínan Við vinnum í framlínu fyrirtækisins. Við tökum við áhyggjum fólks af sætaskipan, tengiflugi og týndum farangri. Við berum ábyrgð á að farþegar hafi gild ferðaskilríki og ef það fer forgörðum getur Icelandair þurft að greiða háar sektir. Núna stendur yfir atkvæðagreiðsla um verkfall starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu í Keflavík. Þegar þetta er skrifað er kosningaþáttaka um 90% og henni lýkur á fimmtudag kl. 12 á hádegi. Samhliða sitjum við í Karphúsinu við samningaborðið og reynum að ná fram niðurstöðu. Það er von mín að þær samningaviðræður skili árangri og að ekki þurfi að koma til verkfalls. Ég og mitt samstarfsfólk viljum bætt kjör, vinnuskipulag sem virkar og virðingu fyrir störfum okkar. Ég vona að það nái fram að ganga. Höfundur er trúnaðarmaður starfsfólks Icelandair í farþega- og hleðsluþjónustu á Keflavíkurflugvelli.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun