Ferðamönnum fjölgar en þeir eyða minna Atli Ísleifsson skrifar 12. mars 2024 11:48 Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Vísir/Vilhelm Um 156 þúsund erlendir ferðamenn fóru um Keflavíkurflugvöll í febrúar og hafa aðeins einu sinni farið fleiri ferðamenn um flugvöllinn í febrúarmánuði, eða á metárinu 2018. Tölur sýna að erlendir ferðamenn eyði umtalsvert minna hér á landi en fyrir ári. Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“ Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Á vef Ferðamálastofu kemur fram að fjölgunin hafi verið um fjórtán prósent á milli ára í fjölda ferðamanna. Í Hagsjá Landsbankans kemur hins vegar fram að erlend kortavelta hafi aðeins aukist um 3,1 prósent, á föstu gengi. Því sé ljóst að þeir ferðamenn sem nú komi virðast eyða minna en þeir sem komu fyrir ári síðan. „Síðustu þrjá mánuði virðast ferðamenn vera að eyða minna í ferðum sínum hér en áður. Í desember og janúar síðastliðnum dróst kortavelta saman á milli ára á föstu gengi og þó ferðamönnum hafi fjölgað um 14% á milli ára í febrúarmánuði, jókst erlend kortavelta á föstu gengi aðeins um 3,1%. Neysla á hvern ferðamann heldur því áfram að vera töluvert minni nú en fyrir ári. Gistinóttum fækkaði um 10% á milli ára í janúar Nýjustu tölur um skráðar gistinætur erlendra ferðamanna eru fyrir janúar. Skráðum gistinóttum fækkaði um rúmlega 10% á milli ára, þó ferðamönnum hafi fjölgað um rúmlega 8%. Það er því ljóst að hver ferðamaður sem hingað kemur gistir mun skemur en áður, sem helst í hendur við minni kortaveltu. Áhrif jarðhræringanna á Reykjanesskaga virðist ekki hafa haft teljandi áhrif á fjölda þeirra ferðamanna sem hingað koma. Þó aðeins hafi hægst á taktinum í janúar hefur fjöldinn aftur náð sér á strik í febrúar. Breyting virðist þó hafa orðið á neyslumynstri ferðamanna þar sem þeir gista skemur og eyða þar af leiðandi minna. Hvort það sé afleiðing jarðhræringanna á Reykjanesinu er erfitt að segja. Einhverjir ferðamannastaðir þurftu að skerða þjónustu sína í nálægð við eldsumbrotin og það gæti mögulega skýrt stöðuna. Önnur skýring gæti verið sú að fólk sé búið að svala mesta ferðaþorstanum í kjölfar Covid-faraldursins. Sem fyrr er þó varasamt að draga of sterkar ályktanir út frá þróun örfárra mánaða.“
Ferðamennska á Íslandi Greiðslumiðlun Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Efnahagsmál Mest lesið U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur