Danskir fjölmiðlar greina frá því að stúlkan hafi fundist illa særð á götu í bænum og hafi hún látist af sárum sínum skömmu síðar. Fram kemur að stúlkurnar hafi báðar gengið í sama skóla og að skólahald hafi verið fellt niður í dag vegna málsins.
Bæjarstjórinn í Hjallerup segir bæjarbúna slegna yfir atburðinum en svo virðist sem stúlkurnar og drengurinn tengist öll fjölskylduböndum.
Tilkynning um málið barst lögreglu klukkan 22:10 að staðartíma í gærkvöldi. Stúlkan fannst nærri hitaveitustöð í bænum og girti lögregla af stórt svæði þar í kring.
Uppfært 7:45: Lögregla hefur nú sleppt jafnöldru hinnar látnu sem handtekin var. Rannsókn lögreglu bendir til að hún tengist ekki morðinu.