Handbolti

Gísli Þor­geir leik­maður ársins í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti risastóran þátt í að Magdeburg varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð.
Gísli Þorgeir Kristjánsson átti risastóran þátt í að Magdeburg varð Evrópumeistari á síðustu leiktíð. Getty Images/Eroll Popova

Íslenski landsliðsmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson var í kvöld valinn besti leikmaður ársins árið 2023.

Þýsku handknattleiksverðlaunin fyrir árið 2023 fóru fram í kvöld. Þar má segja að Magdeburg og starfsmenn þess hafi skarað fram úr. Magdebug, sem stóð uppi sem Evrópumeistari á síðustu leiktíð, var valið lið ársins.

Bennet Wiegert, þjálfari Evrópumeistaranna, var valinn þjálfari ársins og Gísli Þorgeir besti leikmaðurinn. Þá var hann einnig kjörinn uppáhalds leikmaður stuðningsfólks.

Magdeburg er sem stendur í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir toppliði Füchse Berlín en með leik til góða. Félagið er einnig komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×