„Ég gat labbað og þá getur maður hlaupið“ Sindri Sverrisson skrifar 12. mars 2024 09:00 Alexander Petersson varð bikarmeistari með Val um helgina og fær nú kærkomna hvíld, að minnsta kosti út þessa viku. Vísir/Dúi Alexander Petersson gat varla gengið, vegna ökklameiðsla, dagana fyrir bikarúrslitaleikinn í handbolta um helgina. Hann lét það ekki stöðva sig og stóð uppi sem sigurvegari með liði Vals. Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“ Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Alexander, sem er 43 ára gamall, tók fram skóna síðasta haust til að spila með Val og sér ekki eftir því. Eftir mörg verðlaun sem atvinnu- og landsliðsmaður, var bikarinn sem hann vann á laugardag sá fyrsti sem hann vinnur á Íslandi. „Ég er ekki búinn að sleppa honum [bikarnum] frá því á laugardaginn. Hann er alltaf hjá mér,“ segir Alexander. Útlitið ekki bjart eftir undanúrslitin Alexander meiddist í undanúrslitum bikarsins síðasta miðvikudag, og í raun með ólíkindum að hann hafi getað spilað á laugardaginn. Alexander, sem hafði auk þess skömmu áður meiðst í hné í Evrópuleik, hefur hins vegar fyrir löngu sannað fyrir þjóðinni að hann er mun harðari af sér en flestir. „Þetta leit ekki mjög vel út eftir leikinn á móti Stjörnunni. En svo hafði ég tvo daga á milli til að jafna mig. Ég tók pásu á fimmtudeginum en prófaði aðeins að hlaupa á föstudeginum. Svo tók ég bara þá ákvörðun að spila leikinn og gefa allt í það, og þetta virkað.“ En kom aldrei til greina að hætta við að spila? „Ef ég hefði ekki getað labbað, þá já. En ég gat labbað og þá getur maður hlaupið,“ segir Alexander sem kom þeim skilaboðum því til Óskars Bjarna Óskarssonar, þjálfara Vals, að á ökklann skyldi reynt þegar leikurinn hæfist. Alexander bruddi verkjatöflur fyrir úrslitaleikinn en segist ekki óttast að líkaminn verði ónýtur þegar ferlinum lýkur. „Nei, nei. Ég gef bara allt í þetta sem ég er að gera. Allt sem kemur á eftir, það kemur bara á eftir. Ég fékk smá af verkjatöflum en svo byrja bara spennan og adrenalínið að kikka inn. Þá gleymir maður meiðslum og hugsar bara um leikinn og bikarinn.“ Meira með þjálfurunum í sigurpartýinu Alexander hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum og EM, og á löngum ferli sem atvinnumaður í Þýskalandi, eftir að hafa spilað með Gróttu/KR hér á landi í kringum aldamótin þegar ferillinn var að hefjast. En hvernig var að vinna fyrsta titilinn hér á landi? „Þetta var svakalegt, eins og með alla bikara sem maður hefur unnið. Maður leggur mjög mikið á sig fyrir þá og á endanum, ef maður vinnur, þá er maður bara í skýjunum,“ en gat Alexander tekið þátt í sigurpartýi Valsara? „Já, að sjálfsögðu. Ég var nú meira með þjálfarateyminu, en þetta var mjög gaman og skemmtilegt að geta fagnað með kvennaflokknum líka og öllum hinum,“ sagði Alexander, sem er líklega nær þjálfurum Vals í aldri en mörgum samherja sinna. Benedikt getur komist mjög langt Besti maður Vals á laugardaginn var Benedikt Gunnar Óskarsson, sem skoraði sautján mörk, en það kom Alexander ekki á óvart. „Þetta er frábær leikmaður, og hann er bara á uppleið. Þessi strákur hefur alla möguleika á að komast mjög langt. Hann er með rétt hugarfar og er bara flottur. Ég óska honum góðs gengis í öllu sem hann gerir, og úti í atvinnumennskunni,“ segir Alexander, en Benedikt er einnig nýliði í landsliðshópnum sem spilar brátt tvo vináttulandsleiki við Grikkland ytra: „Hann er alveg tilbúinn í að prófa þetta aðeins, finna lyktina. Svo fer hann út til Noregs [til Kolstad í atvinnumennsku] sem mér finnst rétt skref fyrir hann, í stað þess að byrja strax í þýsku bundesligunni, á toppnum. Hann getur farið mjög langt.“
Valur Handbolti Powerade-bikarinn Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti Hislop með krabbamein Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira