Brotnaði illa í sleðaferð Jón Þór Stefánsson skrifar 11. mars 2024 15:49 Ragnheiður segist strax hafa áttað sig á því að hún kæmist ekki á sleðanum til baka. Hér sést hún liggjandi úti í móa beinbrotin. Brosandi, enda ekki þekkt fyrir annað. „Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina. Ragnheiður fótbrotnaði í vélsleðaferð sem hún fór í ásamt nokkrum vinum sínum út í Fjörður og Þönglabakka á norðurlandi síðastliðinn föstudag. Fann strax að hún væri brotin „Það var dásamlegt veður þarna á föstudeginum, og við vorum bara að fara þarna rólega yfir, en svo bara gerast stundum slysin og óhöppin. Ég missi sleðann á fótinn á mér. Ég fann strax að ég er brotinn. Fóturinn var laus, hann dinglaði bara. Ég sá strax að ég kæmist ekki á sleðanum til baka. Þetta er töluvert löng leið.“ Í samtali við Vísi segir Ragnheiður að hún telji að slysið hafi átt sér stað um fjögurleytið á föstudaginn. Vinir hennar hafi hringt í 112, og hún hafi sjálf fengið að tala við viðbragðsaðila í símann og lýst áverkum sínum. „Það var dásamlegt veður þarna á föstudeginum,“ segir Ragnheiður um sleðaferðina. „Það gekk fínt. Það lá strax fyrir að líklega yrði þyrlan send og líka að sjúkraflutningamenn kæmu frá Akureyri. Björgunarsveitin á Grenivík ferjaði þá yfir. Mér fannst líða ótrúlega stuttur tími þangað til þeir voru komnir. Hún segir þá hafa gefið sér verkjalyf og tekist að spelka fótinn og gera hann stöðugan. „Þeir sáu að beinbrotið var opið þannig það var hægt að búa um sárið. Þeir gáfu mér verkjalyf og vökva í æð. Við svona erfiðar aðstæður fannst mér þetta ótrúlega fagleg og flott vinnubrögð.“ Ragnheiður telur að klukkutími hafi liðið frá slysinu þangað til að fyrstu viðbragðsaðilar komu, og einn og hálfur tími þangað til þyrlan kom að sækja hana. Við komuna á SAK þurfti að mynda brotið og síðan fór Ragnheiður í aðgerð.Aðsend Hún minnist á að sjúkraflutningaskóli sé við Háskólann á Akureyri. „Þetta er greinilega flott nám. Það var mjög áhugavert að fylgjast með þessu á vettvangi, bara úti í móa. Þeir eru bæði með tæki til að mæla lífsmörk, ástandið á manni og hitabúnað.“ Sjúkraflugið gekk eins og í sögu að sögn Ragnheiðar. Annar slasaður einstaklingur var sóttur í Þorvaldsdalinn í leiðinni. Síðan var farið á Sjúkrahúsið á Akureyri. „Við tók ákveðið mat. Það þurfti auðvitað að mynda fótinn, og svo fór ég mjög fljótlega í aðgerð þar sem að pinnar voru settir til að festa brotið, þannig að það væri ekkert að dingla. Það var settur pinni í gegnum sköflunginn og hælbeinið,“ segir Ragnheiður. Hún tekur fram að hún sé líka gríðarlega ánægð með vinnubrögðin á SAK. „Alúðin og fagmennskan og fumlaus vinnubrögð á allan máta. Þannig ég ætla ekki að kvarta. Alls ekki.“ Nú þarf fóturinn að jafna sig áður en fer í aðra aðgerð og því þarf Ragnheiður að bíða í nokkra daga í viðbót eftir því. Ragnheiður telur að klukkutími hafi liðið frá slysinu þangað til fyrstu viðbragðsaðilar komu, en hún hrósar þeim hástert.Aðsend „Eins og að vera á fjögurra stjörnu hóteli“ „Á meðan er ég hér. Ég segi að þetta sé eins og að vera á fjögurra stjörnu hóteli. Maturinn er góður og meira að segja kaffið. Það er alveg dásamlegt að vera hér. Svo er útsýnið alveg geggjað.“ Ragnheiður segir að hún ætli ekki að segja að þessi góða reynsla komi sér ánægjulega á óvart, þar sem hún viti að heilbrigðiskerfið sé gott. Líkt og áður segir hefur hún starfað í heilbrigðiskerfinu um áratugaskeið og segist ekki hafa lent þessum megin borðsins áður. Þess má geta að árið 2021 valdi fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Ragnheiði sem mann ársins, en hún leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina. „Það er svo margt jákvætt í heilbrigðiskerfinu, margt sem er svo vel gert. Auðvitað er alltaf eitthvað sem má gera betur. En það er líka mikilvægt að halda því til haga að kerfið getur verið frábært og grípur mann þegar á þarf að halda. Þannig ég er full þakklætis,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Akureyri Björgunarsveitir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Ragnheiður fótbrotnaði í vélsleðaferð sem hún fór í ásamt nokkrum vinum sínum út í Fjörður og Þönglabakka á norðurlandi síðastliðinn föstudag. Fann strax að hún væri brotin „Það var dásamlegt veður þarna á föstudeginum, og við vorum bara að fara þarna rólega yfir, en svo bara gerast stundum slysin og óhöppin. Ég missi sleðann á fótinn á mér. Ég fann strax að ég er brotinn. Fóturinn var laus, hann dinglaði bara. Ég sá strax að ég kæmist ekki á sleðanum til baka. Þetta er töluvert löng leið.“ Í samtali við Vísi segir Ragnheiður að hún telji að slysið hafi átt sér stað um fjögurleytið á föstudaginn. Vinir hennar hafi hringt í 112, og hún hafi sjálf fengið að tala við viðbragðsaðila í símann og lýst áverkum sínum. „Það var dásamlegt veður þarna á föstudeginum,“ segir Ragnheiður um sleðaferðina. „Það gekk fínt. Það lá strax fyrir að líklega yrði þyrlan send og líka að sjúkraflutningamenn kæmu frá Akureyri. Björgunarsveitin á Grenivík ferjaði þá yfir. Mér fannst líða ótrúlega stuttur tími þangað til þeir voru komnir. Hún segir þá hafa gefið sér verkjalyf og tekist að spelka fótinn og gera hann stöðugan. „Þeir sáu að beinbrotið var opið þannig það var hægt að búa um sárið. Þeir gáfu mér verkjalyf og vökva í æð. Við svona erfiðar aðstæður fannst mér þetta ótrúlega fagleg og flott vinnubrögð.“ Ragnheiður telur að klukkutími hafi liðið frá slysinu þangað til að fyrstu viðbragðsaðilar komu, og einn og hálfur tími þangað til þyrlan kom að sækja hana. Við komuna á SAK þurfti að mynda brotið og síðan fór Ragnheiður í aðgerð.Aðsend Hún minnist á að sjúkraflutningaskóli sé við Háskólann á Akureyri. „Þetta er greinilega flott nám. Það var mjög áhugavert að fylgjast með þessu á vettvangi, bara úti í móa. Þeir eru bæði með tæki til að mæla lífsmörk, ástandið á manni og hitabúnað.“ Sjúkraflugið gekk eins og í sögu að sögn Ragnheiðar. Annar slasaður einstaklingur var sóttur í Þorvaldsdalinn í leiðinni. Síðan var farið á Sjúkrahúsið á Akureyri. „Við tók ákveðið mat. Það þurfti auðvitað að mynda fótinn, og svo fór ég mjög fljótlega í aðgerð þar sem að pinnar voru settir til að festa brotið, þannig að það væri ekkert að dingla. Það var settur pinni í gegnum sköflunginn og hælbeinið,“ segir Ragnheiður. Hún tekur fram að hún sé líka gríðarlega ánægð með vinnubrögðin á SAK. „Alúðin og fagmennskan og fumlaus vinnubrögð á allan máta. Þannig ég ætla ekki að kvarta. Alls ekki.“ Nú þarf fóturinn að jafna sig áður en fer í aðra aðgerð og því þarf Ragnheiður að bíða í nokkra daga í viðbót eftir því. Ragnheiður telur að klukkutími hafi liðið frá slysinu þangað til fyrstu viðbragðsaðilar komu, en hún hrósar þeim hástert.Aðsend „Eins og að vera á fjögurra stjörnu hóteli“ „Á meðan er ég hér. Ég segi að þetta sé eins og að vera á fjögurra stjörnu hóteli. Maturinn er góður og meira að segja kaffið. Það er alveg dásamlegt að vera hér. Svo er útsýnið alveg geggjað.“ Ragnheiður segir að hún ætli ekki að segja að þessi góða reynsla komi sér ánægjulega á óvart, þar sem hún viti að heilbrigðiskerfið sé gott. Líkt og áður segir hefur hún starfað í heilbrigðiskerfinu um áratugaskeið og segist ekki hafa lent þessum megin borðsins áður. Þess má geta að árið 2021 valdi fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar Ragnheiði sem mann ársins, en hún leiddi starfsfólk heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við að bólusetja nær alla þjóðina. „Það er svo margt jákvætt í heilbrigðiskerfinu, margt sem er svo vel gert. Auðvitað er alltaf eitthvað sem má gera betur. En það er líka mikilvægt að halda því til haga að kerfið getur verið frábært og grípur mann þegar á þarf að halda. Þannig ég er full þakklætis,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Akureyri Björgunarsveitir Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira